Tómt stundaglas Þorsteinn Pálsson skrifar 10. ágúst 2013 07:00 Miklar ákvarðanir bíða ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lífeyrismálum. Það er til marks um styrkleika lífeyriskerfisins að einungis Hollendingar eiga meiri hlutfallslegan lífeyrissparnað en við. En á hinn bóginn verður augunum ekki lokað fyrir margs konar brotalömum sem við blasa. Eitt viðfangsefnið er ójöfn staða almenna vinnumarkaðarins gagnvart opinbera kerfinu. Annað er að þrátt fyrir mikinn sparnað dugar hann ekki fyrir framtíðarskuldbindingum. Þriðja er að verði gjaldeyrishöftunum ekki aflétt í bráð þrengjast fjárfestingarkostirnir svo að ekki verður komist hjá alvarlegum skaða. Fyrr í sumar var greint frá árangri í viðræðum launafólks og vinnuveitenda um leiðir til að jafna aðstöðumuninn í kerfinu. En þar er hægara um að tala en í að komast. Ástæðan er sú að ráðstafanir í þá veru þrengja að sama skapi möguleika á launahækkunum. Menn geta ekki á sama tíma geymt kökuna og borðað hana. Fjármálaeftirlitið birti á dögunum skýrslu um stöðu sjóðanna. Í vor kom einnig út doktorsritgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings sem dregur fram á skýran og afdráttarlausan hátt bæði styrkleika og veikleika kerfisins. Öll gögn liggja því fyrir. Þau geyma allar spurningarnar sem þarf að svara. Og það sem meira er: Í þeim má finna efni í flest svörin. Ákvarðanir á þessu sviði eru vissulega í hæsta þrepi pólitísku erfiðleika- og viðkvæmnivísitölunnar. Verkurinn er að stundaglas afsakana er nú tæmt.Bráðavandinn Vandamál lífeyriskerfisins ber misjafnlega brátt að. Sum þeirra bíta ekki fyrir en eftir áratugi. En eðli lífeyrissparnaðar er fyrirhyggja. Af sjálfu leiðir að breyttar aðstæður kalla á fyrirhyggju í ákvörðunum. Um seinan er að taka óþægilegar ákvarðanir þegar vandinn hefur breyst úr spá í veruleika. Sum viðfangsefnin lúta að nýlegum breytingum á aðstæðum. Önnur hafa hlaðist smám saman upp af því að menn hafa ekki horfst í augu við þau í tíma.B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna tæmist á næsta áratug. Verði þeim vanda áfram skotið á frest verður hann með öllu óviðráðanlegur. Það var einn veikleikinn í fjármálastjórn fyrri ríkisstjórnar að hún steig engin skref til lausnar á þessum vanda og hélt honum utan við allar áætlanir og mat á stöðu ríkissjóðs. Að sama skapi verður það prófsteinn á nýja ríkisstjórn hvernig hún tekur á þessu viðfangsefni í fjárlögum fyrir næsta ár. Gjaldeyrishöftin hindra lífeyrissjóðina í að dreifa áhættu eins og nauðsynlegt er með fjárfestingum utan íslenska hagkerfisins. Þegar lífeyrissjóðirnir verða háðir ríkissjóði um kaup á skuldabréfum og ríkissjóður verður að sama skapi háður lífeyrissjóðunum um lán rennur áhætta þeirra saman. Þá er voðinn vís. Gangi mál fram á þennan veg er hætt við að fótunum verði kippt undan söfnunarkerfinu. Fyrirhyggjan heyrði þá sögunni til. Þetta er í eðli sínu svipaður vandi og varð bönkunum að fótakefli þegar áhætta þeirra og eigendanna rann saman. Sparnaðarkerfið getur þá breyst í gegnumstreymiskerfi á skömmum tíma án þess að nokkur taki eiginlega ákvörðun um það. Afleiðingin yrði veikara velferðarkerfi og ótraustara hagkerfi. Allra brýnast er því að losa gjaldeyrishöftin af sjóðunum.Óráð að leysa atvinnurekendur frá ábyrgð Sjóðirnir urðu fyrir miklu tjóni í hruninu. En hvað sem því líður komu þeir betur út úr því en ætla hefði mátt. Taki menn ákvarðanir um framtíðina í tíma getur kerfið því áfram þjónað landsmönnum sem ein helsta undirstaða velferðar í landinu. Skipulag og stjórnun sjóðanna hefur sætt gagnrýni sem er á litlum rökum reist. Sannleikurinn er sá að núverandi skipan þeirra mála er ein af meginforsendum þess að kerfið virki og sjóðfélagar geti treyst á að það sé rekið af ábyrgð og fyrirhyggju. Hitt er ekki í mannlegu valdi að koma í veg fyrir allt tjón. En afstaða margra stjórnmálamanna og reyndar sumra verkalýðsforingja sýnir hversu varhugavert er að færa kerfið nær pólitíkinni eða öðrum sams konar vettvangi þar sem lýðskrum er oft og einatt sterkara en fyrirhyggja. Þeim sem gert er að hugsa í kjörtímabilum hættir til að gerast fingralangir við lausn á skammtímavanda ef þeir hafa of greiðan aðgang að söfnunarsjóðum. Þannig reyndi fyrri ríkisstjórn að koma hluta af pólitískum vandamálum sínum yfir á lífeyrissjóðina. Núverandi félagsmálaráðherra talar líka þannig. Þessi bráðahætta sýnir glöggt hversu mikilvægt er að varðveita sjálfstæði sjóðanna. Á sinni tíð var það meiriháttar sigur verkalýðshreyfingarinnar að fá samtök atvinnurekenda til að axla sameiginlega ábyrgð á þessari undirstöðu velferðarkerfisins. Óskynsamlegt væri að leysa þau undan þeirri virku ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Miklar ákvarðanir bíða ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lífeyrismálum. Það er til marks um styrkleika lífeyriskerfisins að einungis Hollendingar eiga meiri hlutfallslegan lífeyrissparnað en við. En á hinn bóginn verður augunum ekki lokað fyrir margs konar brotalömum sem við blasa. Eitt viðfangsefnið er ójöfn staða almenna vinnumarkaðarins gagnvart opinbera kerfinu. Annað er að þrátt fyrir mikinn sparnað dugar hann ekki fyrir framtíðarskuldbindingum. Þriðja er að verði gjaldeyrishöftunum ekki aflétt í bráð þrengjast fjárfestingarkostirnir svo að ekki verður komist hjá alvarlegum skaða. Fyrr í sumar var greint frá árangri í viðræðum launafólks og vinnuveitenda um leiðir til að jafna aðstöðumuninn í kerfinu. En þar er hægara um að tala en í að komast. Ástæðan er sú að ráðstafanir í þá veru þrengja að sama skapi möguleika á launahækkunum. Menn geta ekki á sama tíma geymt kökuna og borðað hana. Fjármálaeftirlitið birti á dögunum skýrslu um stöðu sjóðanna. Í vor kom einnig út doktorsritgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings sem dregur fram á skýran og afdráttarlausan hátt bæði styrkleika og veikleika kerfisins. Öll gögn liggja því fyrir. Þau geyma allar spurningarnar sem þarf að svara. Og það sem meira er: Í þeim má finna efni í flest svörin. Ákvarðanir á þessu sviði eru vissulega í hæsta þrepi pólitísku erfiðleika- og viðkvæmnivísitölunnar. Verkurinn er að stundaglas afsakana er nú tæmt.Bráðavandinn Vandamál lífeyriskerfisins ber misjafnlega brátt að. Sum þeirra bíta ekki fyrir en eftir áratugi. En eðli lífeyrissparnaðar er fyrirhyggja. Af sjálfu leiðir að breyttar aðstæður kalla á fyrirhyggju í ákvörðunum. Um seinan er að taka óþægilegar ákvarðanir þegar vandinn hefur breyst úr spá í veruleika. Sum viðfangsefnin lúta að nýlegum breytingum á aðstæðum. Önnur hafa hlaðist smám saman upp af því að menn hafa ekki horfst í augu við þau í tíma.B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna tæmist á næsta áratug. Verði þeim vanda áfram skotið á frest verður hann með öllu óviðráðanlegur. Það var einn veikleikinn í fjármálastjórn fyrri ríkisstjórnar að hún steig engin skref til lausnar á þessum vanda og hélt honum utan við allar áætlanir og mat á stöðu ríkissjóðs. Að sama skapi verður það prófsteinn á nýja ríkisstjórn hvernig hún tekur á þessu viðfangsefni í fjárlögum fyrir næsta ár. Gjaldeyrishöftin hindra lífeyrissjóðina í að dreifa áhættu eins og nauðsynlegt er með fjárfestingum utan íslenska hagkerfisins. Þegar lífeyrissjóðirnir verða háðir ríkissjóði um kaup á skuldabréfum og ríkissjóður verður að sama skapi háður lífeyrissjóðunum um lán rennur áhætta þeirra saman. Þá er voðinn vís. Gangi mál fram á þennan veg er hætt við að fótunum verði kippt undan söfnunarkerfinu. Fyrirhyggjan heyrði þá sögunni til. Þetta er í eðli sínu svipaður vandi og varð bönkunum að fótakefli þegar áhætta þeirra og eigendanna rann saman. Sparnaðarkerfið getur þá breyst í gegnumstreymiskerfi á skömmum tíma án þess að nokkur taki eiginlega ákvörðun um það. Afleiðingin yrði veikara velferðarkerfi og ótraustara hagkerfi. Allra brýnast er því að losa gjaldeyrishöftin af sjóðunum.Óráð að leysa atvinnurekendur frá ábyrgð Sjóðirnir urðu fyrir miklu tjóni í hruninu. En hvað sem því líður komu þeir betur út úr því en ætla hefði mátt. Taki menn ákvarðanir um framtíðina í tíma getur kerfið því áfram þjónað landsmönnum sem ein helsta undirstaða velferðar í landinu. Skipulag og stjórnun sjóðanna hefur sætt gagnrýni sem er á litlum rökum reist. Sannleikurinn er sá að núverandi skipan þeirra mála er ein af meginforsendum þess að kerfið virki og sjóðfélagar geti treyst á að það sé rekið af ábyrgð og fyrirhyggju. Hitt er ekki í mannlegu valdi að koma í veg fyrir allt tjón. En afstaða margra stjórnmálamanna og reyndar sumra verkalýðsforingja sýnir hversu varhugavert er að færa kerfið nær pólitíkinni eða öðrum sams konar vettvangi þar sem lýðskrum er oft og einatt sterkara en fyrirhyggja. Þeim sem gert er að hugsa í kjörtímabilum hættir til að gerast fingralangir við lausn á skammtímavanda ef þeir hafa of greiðan aðgang að söfnunarsjóðum. Þannig reyndi fyrri ríkisstjórn að koma hluta af pólitískum vandamálum sínum yfir á lífeyrissjóðina. Núverandi félagsmálaráðherra talar líka þannig. Þessi bráðahætta sýnir glöggt hversu mikilvægt er að varðveita sjálfstæði sjóðanna. Á sinni tíð var það meiriháttar sigur verkalýðshreyfingarinnar að fá samtök atvinnurekenda til að axla sameiginlega ábyrgð á þessari undirstöðu velferðarkerfisins. Óskynsamlegt væri að leysa þau undan þeirri virku ábyrgð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun