Lengi dreymt um fulla Höll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 07:30 Jón Arnór Stefánsson í sigrinum á Rúmenum en liðið þarf tvo til viðbótar í Laugardalshöllinni til að vinna riðilinn. Mynd/KkÍ/Kristinn Geir Pálsson Peter Öqvist, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, var byrjaður að tala um töfrakvöld (magical night in Reykjavík) í lok leiks á móti Búlgaríu á dögunum þegar stefndi í stórtap og afar slæma stöðu íslenska liðsins. Sigur Rúmena í Búlgaríu um helgina breytti hins vegar öllu og nú dugar Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í íslenska landsliðinu að vinna tvo síðustu leiki sína í Laugardalshöllinni til þess að tryggja sér sigur í riðlinum. Sá fyrri er á móti Búlgaríu klukkan 19.15 í kvöld. „Fyrsti leikurinn var smá áfall fyrir okkur og það var alltof mikill munur á liðunum. Við erum enn þá á lífi eftir síðustu úrslit og það er mjög ánægjulegt að Rúmenarnir hafi tekið þá. Rúmenarnir voru slakari en ég hélt þegar þeir mættu okkur. Ég var eiginlega búinn að afskrifa það að þeir gætu unnið Búlgara og það kom því skemmtilega á óvart að þeir unnu,“ segir Jón Arnór. „Það var stefnan hjá okkur að við ættum möguleika á einhverju þegar kæmi að þessum síðustu tveimur leikjum, sérstaklega af því að við erum á heimavelli í þeim báðum. Það er bara allt opið og ég tel að menn þurfi að setja sig í þann gír að trúa því að við getum unnið og sjá þetta fyrir sér,“ segir Jón Arnór. Það er þó annað en að segja það að leggja Búlgara að velli í Höllinni í kvöld, enda fóru þeir illa með íslenska liðið undir körfunni í fyrri leiknum í síðustu viku. Liðið þarf því góðan stuðning á áhorfendapöllunum.Þurfum okkar besta dag „Það hefur vantað kannski og ég vona að áhorfendur mæti nú á svæðið og styðji við bakið á okkur. Það væri auðvitað rosalega mikilvægt af því að Búlgarar eru með mjög gott lið. Við þurfum klárlega okkar besta dag og góðan stuðning til þess að eiga möguleika. Við vorum farnir að gíra okkur upp í 30 stiga sigur í Laugardalshöllinni og það er svolítið langsótt á móti svona góðu liði. Nú þurfum við bara að vinna með einu og áfram gakk, við erum klárir í þetta,“ segir Jón Arnór en þeir mæta hávöxnu og öflugu liði. „Þeir eru mjög sterkir inni í teig, einmitt þar sem við erum hvað veikastir með fullri virðingu fyrir Hlyni og öllu því sem hann gerir. Ef við sleppum við villuvandræði og náum að gera það sem við leggjum upp varnarlega á móti þessum stóru köppum þá hugsa ég að þetta geti orðið spennandi leikur,“ segir Jón Arnór. Jón Arnór Stefánsson hefur leikið tólf landsleiki í Höllinni en aldrei fyrir fullu húsi. „Sá draumur lifir alltaf og vonandi sér maður það nú áður en maður fer að hætta þessu. Það væri rosalega skemmtilegt að sjá það gerast en það er ekkert grín að fylla Höllina og það þarf margt fólki til þess. Það eru þá mörg skref fram á við frá því í leikjunum í sumar,“ segir Jón Arnór léttur en það er alltaf von á að fólk fjölmenni, ekki síst þegar svona mikið er undir.„Magical night in Reykjavík“ „Eigum við ekki að hafa trú á því. Rúmenarnir unnu Búlgara á útivelli, sem var ótrúlegt, og svo sjáum við til hvort það verði annað kraftaverk á morgun og við fyllum Höllina,“ segir Jón Arnór og brosir þegar hann er minntur á orð þjálfarans Peter Öqvist í leikhléi í Búlgaríu, þegar Svíinn fór að tala um „magical night in Reykjavík“. „Tökum við ekki út eitt svoleiðis á morgun. Í Reykjavík, hjá okkar fólki og vonandi nokkuð full höll af körfuboltafólki. Það verður bara geðveikt. Við sjáum þetta fyrir okkur. Eins og Óli bróðir segir þá þarf að byrja á því að sjá hlutina fyrir sér. Við höfum vonandi verið að gera það síðan að Rúmenarnir unnu Búlgarana,“ sagði Jón Arnór.Aðeins unnið einn landsleik í Höllinni Jón Arnór Stefánsson á flottan feril fullan af frábærri tölfræði en það er ein tölfræði sem verður seint talin frábær. Hann hefur nefnilega aðeins unnið einn af tólf landsleikjum sínum í Laugardalshöllinni og tapað báðum bikarúrslitaleikjunum sem hann hefur spilað í Höllinni. „Ég hef ekki unnið marga leiki í Höllinni þegar þú nefnir það. Mér þykir samt vænt um Höllina, þó að ég hafi tapað þar á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleik og eigi sárar minningar líka frá því á móti Njarðvík í bikarúrslitaleik. Ég er samt hrifinn af Höllinni og ber miklar tilfinningar til hennar. Mér finnst rosalega skemmtilegt að spila í Höllinni,“ segir Jón Arnór. Hann segir sérstaka tilfinningu fylgja því að spila í Laugardalshöllinni og mikið stolt. Það er heldur ekki eins og Jón hafi ekki verið að skila sínu í þessum tólf landsleikjum, enda með 16,8 stig að meðaltali í þeim. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Peter Öqvist, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, var byrjaður að tala um töfrakvöld (magical night in Reykjavík) í lok leiks á móti Búlgaríu á dögunum þegar stefndi í stórtap og afar slæma stöðu íslenska liðsins. Sigur Rúmena í Búlgaríu um helgina breytti hins vegar öllu og nú dugar Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í íslenska landsliðinu að vinna tvo síðustu leiki sína í Laugardalshöllinni til þess að tryggja sér sigur í riðlinum. Sá fyrri er á móti Búlgaríu klukkan 19.15 í kvöld. „Fyrsti leikurinn var smá áfall fyrir okkur og það var alltof mikill munur á liðunum. Við erum enn þá á lífi eftir síðustu úrslit og það er mjög ánægjulegt að Rúmenarnir hafi tekið þá. Rúmenarnir voru slakari en ég hélt þegar þeir mættu okkur. Ég var eiginlega búinn að afskrifa það að þeir gætu unnið Búlgara og það kom því skemmtilega á óvart að þeir unnu,“ segir Jón Arnór. „Það var stefnan hjá okkur að við ættum möguleika á einhverju þegar kæmi að þessum síðustu tveimur leikjum, sérstaklega af því að við erum á heimavelli í þeim báðum. Það er bara allt opið og ég tel að menn þurfi að setja sig í þann gír að trúa því að við getum unnið og sjá þetta fyrir sér,“ segir Jón Arnór. Það er þó annað en að segja það að leggja Búlgara að velli í Höllinni í kvöld, enda fóru þeir illa með íslenska liðið undir körfunni í fyrri leiknum í síðustu viku. Liðið þarf því góðan stuðning á áhorfendapöllunum.Þurfum okkar besta dag „Það hefur vantað kannski og ég vona að áhorfendur mæti nú á svæðið og styðji við bakið á okkur. Það væri auðvitað rosalega mikilvægt af því að Búlgarar eru með mjög gott lið. Við þurfum klárlega okkar besta dag og góðan stuðning til þess að eiga möguleika. Við vorum farnir að gíra okkur upp í 30 stiga sigur í Laugardalshöllinni og það er svolítið langsótt á móti svona góðu liði. Nú þurfum við bara að vinna með einu og áfram gakk, við erum klárir í þetta,“ segir Jón Arnór en þeir mæta hávöxnu og öflugu liði. „Þeir eru mjög sterkir inni í teig, einmitt þar sem við erum hvað veikastir með fullri virðingu fyrir Hlyni og öllu því sem hann gerir. Ef við sleppum við villuvandræði og náum að gera það sem við leggjum upp varnarlega á móti þessum stóru köppum þá hugsa ég að þetta geti orðið spennandi leikur,“ segir Jón Arnór. Jón Arnór Stefánsson hefur leikið tólf landsleiki í Höllinni en aldrei fyrir fullu húsi. „Sá draumur lifir alltaf og vonandi sér maður það nú áður en maður fer að hætta þessu. Það væri rosalega skemmtilegt að sjá það gerast en það er ekkert grín að fylla Höllina og það þarf margt fólki til þess. Það eru þá mörg skref fram á við frá því í leikjunum í sumar,“ segir Jón Arnór léttur en það er alltaf von á að fólk fjölmenni, ekki síst þegar svona mikið er undir.„Magical night in Reykjavík“ „Eigum við ekki að hafa trú á því. Rúmenarnir unnu Búlgara á útivelli, sem var ótrúlegt, og svo sjáum við til hvort það verði annað kraftaverk á morgun og við fyllum Höllina,“ segir Jón Arnór og brosir þegar hann er minntur á orð þjálfarans Peter Öqvist í leikhléi í Búlgaríu, þegar Svíinn fór að tala um „magical night in Reykjavík“. „Tökum við ekki út eitt svoleiðis á morgun. Í Reykjavík, hjá okkar fólki og vonandi nokkuð full höll af körfuboltafólki. Það verður bara geðveikt. Við sjáum þetta fyrir okkur. Eins og Óli bróðir segir þá þarf að byrja á því að sjá hlutina fyrir sér. Við höfum vonandi verið að gera það síðan að Rúmenarnir unnu Búlgarana,“ sagði Jón Arnór.Aðeins unnið einn landsleik í Höllinni Jón Arnór Stefánsson á flottan feril fullan af frábærri tölfræði en það er ein tölfræði sem verður seint talin frábær. Hann hefur nefnilega aðeins unnið einn af tólf landsleikjum sínum í Laugardalshöllinni og tapað báðum bikarúrslitaleikjunum sem hann hefur spilað í Höllinni. „Ég hef ekki unnið marga leiki í Höllinni þegar þú nefnir það. Mér þykir samt vænt um Höllina, þó að ég hafi tapað þar á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleik og eigi sárar minningar líka frá því á móti Njarðvík í bikarúrslitaleik. Ég er samt hrifinn af Höllinni og ber miklar tilfinningar til hennar. Mér finnst rosalega skemmtilegt að spila í Höllinni,“ segir Jón Arnór. Hann segir sérstaka tilfinningu fylgja því að spila í Laugardalshöllinni og mikið stolt. Það er heldur ekki eins og Jón hafi ekki verið að skila sínu í þessum tólf landsleikjum, enda með 16,8 stig að meðaltali í þeim.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum