Meira popp og indí hjá 1860 Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 11:00 Hljómsveitin 1860 hefur gefið út plötuna Artificial Daylight. mynd/Þormar vignir gunnarsson Hljómsveitin 1860 hefur gefið út plötuna Artificial Daylight. Það kveður við nýjan tón á plötunni. Árið 2011 sendi sveitin frá sér þjóðlagaplötuna Sagan en þá var 1860 tríó og trommur í litlu hlutverki. Á nýju plötunni eru meðlimir orðnir fimm og trommur og rafhljóðfæri meira áberandi þótt þjóðlagaáhrifin skíni enn þá í gegn. „Það var svo sem ekkert meðvituð ákvörðun um að taka breytingum, nema að fá inn meiri ryþma með trommum og bassa. Á sama tíma verður þetta bæði meira popp og meira indí og færir sig örlítið frá þjóðlagatónlistinni,“ segir söngvarinn Hlynur Júní Hallgrímsson. „Sem fimm manna band getum við leikið okkur meira með útsetningar.“ 1860 hélt nýverið röð tónleika á Norður- og Austurlandi en nú er komið að höfuðborginni. Sveitin spilar órafmagnað á Café Flóru í Grasagarðinum ásamt Brother Grass í kvöld. Einnig verða tónleikar á Café Rósenberg þriðjudaginn 27. ágúst. Útgáfutónleikar verða svo haldnir 19. september í Iðnó. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin 1860 hefur gefið út plötuna Artificial Daylight. Það kveður við nýjan tón á plötunni. Árið 2011 sendi sveitin frá sér þjóðlagaplötuna Sagan en þá var 1860 tríó og trommur í litlu hlutverki. Á nýju plötunni eru meðlimir orðnir fimm og trommur og rafhljóðfæri meira áberandi þótt þjóðlagaáhrifin skíni enn þá í gegn. „Það var svo sem ekkert meðvituð ákvörðun um að taka breytingum, nema að fá inn meiri ryþma með trommum og bassa. Á sama tíma verður þetta bæði meira popp og meira indí og færir sig örlítið frá þjóðlagatónlistinni,“ segir söngvarinn Hlynur Júní Hallgrímsson. „Sem fimm manna band getum við leikið okkur meira með útsetningar.“ 1860 hélt nýverið röð tónleika á Norður- og Austurlandi en nú er komið að höfuðborginni. Sveitin spilar órafmagnað á Café Flóru í Grasagarðinum ásamt Brother Grass í kvöld. Einnig verða tónleikar á Café Rósenberg þriðjudaginn 27. ágúst. Útgáfutónleikar verða svo haldnir 19. september í Iðnó.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“