Kann að leika sér Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Auk hæfileika á sviði ritlistar er Salka með góða sópranrödd og lærði á píanó og klarinett til nítján ára aldurs. Myndir/Stefán Skáldið Salka Guðmundsdóttir var nefnd eftir Sölku Völku Nóbelskáldsins. Líf hennar er rósum stráð um þessar mundir. „Fyrsta áhugamálið mitt var að skrifa. Ég hef skrifað sögur og ljóð síðan ég varð læs og skrifandi fjögurra ára,“ segir Salka sem kann eiginlega ekkert annað, að eigin sögn. Nema að safna löndum. „Ég hef líka gaman af landafræði á nördalegan hátt og get bent á öll lönd jarðar á korti og þekki alla þjóðfána,“ segir hún og brosir. Salka er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, dóttir Guðmundar Ólafssonar leikara og Olgu Guðrúnar Árnadóttur rithöfundar. Hún á tvo bræður og naut þess að vera miðjubarnið og eina stelpan. „Ég varð strax mikill lestrarhestur enda heimilislífið undirlagt menningu og listum. Ég skrifaði mikið og hafði skoðanir á öllu sem ég lét óspart í ljós. Ég var því fremur fullorðinslegt barn og alin upp við að komið væri fram við okkur systkinin eins og greindar manneskjur. Það var gott veganesti.“ Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sölku. Hún hefur verið við frumsýningar leikverks síns Breaker í Skotlandi og Ástralíu og dvaldi sumarlangt í listamannaíbúðinni Kjarvalsstofu í París. „Þar sat ég við skriftir og píanóleik meðfram tilheyrandi afslöppun og rauðvínsdrykkju í sól á meðan allir heima voru í rigningu,“ segir hún brosmild. Skáldferill Sölku hefur verið rósum stráður allt síðan hún hreppti Gaddakylfu Hins íslenska glæpafélags fyrir smásöguna Einn af strákunum árið 2007. Síðan hefur Salka unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og að heiman. „Á sniðugan hátt hefur mér tekist að skapa mér vinnu úr öllu sem mér þykir skemmtilegast; að skrifa, búa til leikhús og reka leikhópinn Soðið svið með bestu vinkonu minni. Það er óskaplega gaman og ekki síst þegar vel gengur en nú langar mig að anda djúpt og melta allt sem hefur gerst frá því Súldasker, mitt fyrsta leikverk, var frumsýnt fyrir tveimur árum,“ segir Salka sem hugsaði aldrei út í það hvort hún fengi góðar viðtökur þegar hún byrjaði að skrifa. „Ég hef ekki trú á markhópaleikhúsi og held ég yrði biluð ef ég skrifaði með gagnrýni og áhorfendur í huga. Það væri uppskrift að mistökum,“ segir Salka. Hún segir mannleg samskipti í litlum samfélögum oftast verða sér að yrkisefni. „Hvort sem það eru eyjur eða samfélög fjölskyldna og fólks sem er tengt. Mér þykja valdahlutföll áhugaverð.“Salka er með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá háskólanum í Wales, MA-gráðu í þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands og MLitt-gráðu í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow. „Þótt ég kynni vel að skrifa skáldskap ákvað ég líka að mennta mig í skapandi skrifum. Ég vildi æfa mig og fá aðhald og í náminu uppskar ég mikinn aga og eignaðist góða vini í jafningjahópi. Það var ómetanlegt og þá vini á ég enn að til að vinna með og leita ráða hjá.“ Áður en skáldskapur varð að lifibrauði Sölku vann hún í bókabúð og með fötluðum. „Það er gott að vera sinn eigin herra í vinnu en ég þarf að gæta þess að vinna ekki of mikið og koma mér upp reglum um vinnutíma. Ég held að þeir sem eru sjálfs síns herrar vinni á endanum meira en launþegar á stimpilklukkum,“ segir Salka sem hittir vini þegar frítími gefst. „Ég á líka tvær litlar frænkur sem mér þykir ótrúlega gott að hanga með. Við eigum náið og gott frænkusamband og skemmtilegast finnst okkur að leika okkur. Það kann ég enn og er alveg óð í pleimó og legó með tilheyrandi teikningum fjársjóðskorta og fjöri,“ segir Salka. Salka ber hlýjan hug til alls skáldskapar sem hún hefur skrifað. „En ég held að Súldasker eigi stærstan bita af mér. Þá fann ég hvað mig virkilega langaði að gera og góðar viðtökurnar voru réttlæting fyrir sjálfa mig. Það var valdeflandi að finna að ég gæti þetta og uppgötvun að finna hvað gaman er að vinna með öðrum.“ Verandi barn rithöfunda segist Salka þó ekki líta starfið rósrauðum augum. „Mér þykir bara gaman og forréttindi að vinna við það sem mér þykir skemmtilegt. Ég vil frekar vera aðeins blankari og vinna mér til ánægju en að mæta til vinnu til þess eins að eiga salt í grautinn frá mánuði til mánaðar. Rithöfundastarfið er sannarlega einmanalegt en með því að vinna í leikhúsi verður maður ekki lengur eins og eyja.“ Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skáldið Salka Guðmundsdóttir var nefnd eftir Sölku Völku Nóbelskáldsins. Líf hennar er rósum stráð um þessar mundir. „Fyrsta áhugamálið mitt var að skrifa. Ég hef skrifað sögur og ljóð síðan ég varð læs og skrifandi fjögurra ára,“ segir Salka sem kann eiginlega ekkert annað, að eigin sögn. Nema að safna löndum. „Ég hef líka gaman af landafræði á nördalegan hátt og get bent á öll lönd jarðar á korti og þekki alla þjóðfána,“ segir hún og brosir. Salka er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, dóttir Guðmundar Ólafssonar leikara og Olgu Guðrúnar Árnadóttur rithöfundar. Hún á tvo bræður og naut þess að vera miðjubarnið og eina stelpan. „Ég varð strax mikill lestrarhestur enda heimilislífið undirlagt menningu og listum. Ég skrifaði mikið og hafði skoðanir á öllu sem ég lét óspart í ljós. Ég var því fremur fullorðinslegt barn og alin upp við að komið væri fram við okkur systkinin eins og greindar manneskjur. Það var gott veganesti.“ Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Sölku. Hún hefur verið við frumsýningar leikverks síns Breaker í Skotlandi og Ástralíu og dvaldi sumarlangt í listamannaíbúðinni Kjarvalsstofu í París. „Þar sat ég við skriftir og píanóleik meðfram tilheyrandi afslöppun og rauðvínsdrykkju í sól á meðan allir heima voru í rigningu,“ segir hún brosmild. Skáldferill Sölku hefur verið rósum stráður allt síðan hún hreppti Gaddakylfu Hins íslenska glæpafélags fyrir smásöguna Einn af strákunum árið 2007. Síðan hefur Salka unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og að heiman. „Á sniðugan hátt hefur mér tekist að skapa mér vinnu úr öllu sem mér þykir skemmtilegast; að skrifa, búa til leikhús og reka leikhópinn Soðið svið með bestu vinkonu minni. Það er óskaplega gaman og ekki síst þegar vel gengur en nú langar mig að anda djúpt og melta allt sem hefur gerst frá því Súldasker, mitt fyrsta leikverk, var frumsýnt fyrir tveimur árum,“ segir Salka sem hugsaði aldrei út í það hvort hún fengi góðar viðtökur þegar hún byrjaði að skrifa. „Ég hef ekki trú á markhópaleikhúsi og held ég yrði biluð ef ég skrifaði með gagnrýni og áhorfendur í huga. Það væri uppskrift að mistökum,“ segir Salka. Hún segir mannleg samskipti í litlum samfélögum oftast verða sér að yrkisefni. „Hvort sem það eru eyjur eða samfélög fjölskyldna og fólks sem er tengt. Mér þykja valdahlutföll áhugaverð.“Salka er með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá háskólanum í Wales, MA-gráðu í þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands og MLitt-gráðu í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow. „Þótt ég kynni vel að skrifa skáldskap ákvað ég líka að mennta mig í skapandi skrifum. Ég vildi æfa mig og fá aðhald og í náminu uppskar ég mikinn aga og eignaðist góða vini í jafningjahópi. Það var ómetanlegt og þá vini á ég enn að til að vinna með og leita ráða hjá.“ Áður en skáldskapur varð að lifibrauði Sölku vann hún í bókabúð og með fötluðum. „Það er gott að vera sinn eigin herra í vinnu en ég þarf að gæta þess að vinna ekki of mikið og koma mér upp reglum um vinnutíma. Ég held að þeir sem eru sjálfs síns herrar vinni á endanum meira en launþegar á stimpilklukkum,“ segir Salka sem hittir vini þegar frítími gefst. „Ég á líka tvær litlar frænkur sem mér þykir ótrúlega gott að hanga með. Við eigum náið og gott frænkusamband og skemmtilegast finnst okkur að leika okkur. Það kann ég enn og er alveg óð í pleimó og legó með tilheyrandi teikningum fjársjóðskorta og fjöri,“ segir Salka. Salka ber hlýjan hug til alls skáldskapar sem hún hefur skrifað. „En ég held að Súldasker eigi stærstan bita af mér. Þá fann ég hvað mig virkilega langaði að gera og góðar viðtökurnar voru réttlæting fyrir sjálfa mig. Það var valdeflandi að finna að ég gæti þetta og uppgötvun að finna hvað gaman er að vinna með öðrum.“ Verandi barn rithöfunda segist Salka þó ekki líta starfið rósrauðum augum. „Mér þykir bara gaman og forréttindi að vinna við það sem mér þykir skemmtilegt. Ég vil frekar vera aðeins blankari og vinna mér til ánægju en að mæta til vinnu til þess eins að eiga salt í grautinn frá mánuði til mánaðar. Rithöfundastarfið er sannarlega einmanalegt en með því að vinna í leikhúsi verður maður ekki lengur eins og eyja.“
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira