Ásgeir Orri: Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu Sara McMahon skrifar 27. ágúst 2013 08:00 Toppurinn Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson skipa upptökuteymið Stop Wait Go. Lag sem þeir sömdu fyrir The Saturdays hefur notið vinsælda. Fréttablaðið/valli „Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira