Sjúga höku og sleikja tennur Sigga Dögg skrifar 5. september 2013 12:00 Góður koss er gulli betra. Nordicphotos/getty Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira