Monáe syngur um vélmenni Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 11:30 Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög