Til styrktar Hagbarði og börnunum 7. september 2013 12:00 Ein þeirra sem koma fram á tónleikunum er Ragnheiður Gröndal. Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða 28. september í Grafarvogskirkju klukkan 16. Þeir hafa yfirskriftina Stjörnuljós og allur ágóði þeirra rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún var ættuð úr Mosfellssveit og því ákvað kirkjukórinn að fjölskyldan hennar nyti góðs af tónleikunum í ár. Listamenn á tónleikunum verða KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Elísabet Waage hörpuleikari, Karlakórinn Þrestir, unglingakórinn Vox populi og Kirkjukór Lágafellssóknar. Einnig mun strengjasveit, ásamt klarinettuleikara, spila undir stjórn Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, bróður Hagbarðar. Þess má geta að Hjörleifur hefur leikið á tugum styrktartónleika vegna hinna ýmsu málefna. Sem dæmi um atriði á tónleikunum má nefna að KK tekur Vegbúann með Þröstunum. Einnig syngja Jóhann Friðgeir og Hulda Björk saman í dúett Amigos Parasiempre með kirkjukórnum og Jóhann Friðgeir tekur fræga turnaríu úr Toscu við meðleik strengjasveitar. Leikið verður á pákur og symbala í lokalaginu, Úr útsæ rísa Íslands fjöll, með Þröstum, kirkjukórnum og öllum hinum. Listamennirnir gefa að sjálfsögðu vinnu sína og leggja málefninu lið af ánægju og örlæti, að sögn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista Lágafellssóknar og stjórnanda viðburðarins. Aðgangseyrir er þrjú þúsund krónur en ókeypis er fyrir börn undir tólf ára. Posi verður á staðnum og einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu hjá Arnhildi sem er með netfangið arnhildurv@simnet.is. Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða 28. september í Grafarvogskirkju klukkan 16. Þeir hafa yfirskriftina Stjörnuljós og allur ágóði þeirra rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún var ættuð úr Mosfellssveit og því ákvað kirkjukórinn að fjölskyldan hennar nyti góðs af tónleikunum í ár. Listamenn á tónleikunum verða KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Elísabet Waage hörpuleikari, Karlakórinn Þrestir, unglingakórinn Vox populi og Kirkjukór Lágafellssóknar. Einnig mun strengjasveit, ásamt klarinettuleikara, spila undir stjórn Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, bróður Hagbarðar. Þess má geta að Hjörleifur hefur leikið á tugum styrktartónleika vegna hinna ýmsu málefna. Sem dæmi um atriði á tónleikunum má nefna að KK tekur Vegbúann með Þröstunum. Einnig syngja Jóhann Friðgeir og Hulda Björk saman í dúett Amigos Parasiempre með kirkjukórnum og Jóhann Friðgeir tekur fræga turnaríu úr Toscu við meðleik strengjasveitar. Leikið verður á pákur og symbala í lokalaginu, Úr útsæ rísa Íslands fjöll, með Þröstum, kirkjukórnum og öllum hinum. Listamennirnir gefa að sjálfsögðu vinnu sína og leggja málefninu lið af ánægju og örlæti, að sögn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista Lágafellssóknar og stjórnanda viðburðarins. Aðgangseyrir er þrjú þúsund krónur en ókeypis er fyrir börn undir tólf ára. Posi verður á staðnum og einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu hjá Arnhildi sem er með netfangið arnhildurv@simnet.is.
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira