Lifum og deyjum eins og blómin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 13:00 „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/GVA Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira