Standa vörð um réttinn til að tjá sig í rituðu máli Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. september 2013 08:00 Sjón er forseti Íslandsdeildar PEN og hann segir að þótt Ísland sé að ýmsu leyti framarlega í tjáningarfrelsismálum megi aldrei sofna á verðinum. Fréttablaðið/Vilhelm Þing alþjóðasamtaka rithöfunda, PEN, verður sett í Reykjavík í dag. Þar munu um 200 rithöfundar víðs vegar að úr heiminum ræða þau mál sem á samtökunum brenna. Þetta er heimsþing PEN International sem eru samtök rithöfunda úr 145 félögum frá 100 löndum,“ útskýrir Sjón, forseti Íslandsdeildar PEN. „Samtökin eru talin elstu starfandi mannréttindasamtök í heiminum, voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina og voru auðvitað viðbrögð við þeim mikla hildarleik. Fólk var að velta því fyrir sér hvort bókmenntirnar og tjáningarfrelsið gætu ekki nýst til að skapa friðvænlegt ástand í heiminum.“Hversu stórt er þetta þing? „Hingað koma upp undir tvöhundruð manns, höfundar, útgefendur, blaðamenn og aðrir sem starfa að mannréttindum, og funda hér í fjóra daga um það sem brennur á fólki um þessar mundir.“Þingið tengist líka bókmenntahátíð að einhverju leyti, ekki satt? „Jú, þegar var ákveðið að halda þingið hér þá datt okkur í hug að gera það á sama tíma og Bókmenntahátíð á sér stað. Þingið snýst náttúrulega aðallega um praktísku hliðina, sem sé að fara yfir stöðuna í tjáningarfrelsismálum í heiminum, en í slíku tali vill oft gleymast að það eru nú bókmenntirnar og hið ritaða mál sem liggur undir og þess vegna þótti mjög spennandi kostur að halda þetta á sama tíma og Bókmenntahátíð.“ Þingið verður sett í dag, hvernig er dagskráin? „Já, þetta hefst í dag með fundum í fastanefndum PEN, sem eru nefnd um málefni fangelsaðra rithöfunda, samtök kvenna innan PEN, nefnd um þýðingar og réttinn til tungumála og svo nefnd sem nefnist Höfundar fyrir friði. En bókmenntirnar byrja líka um leið því strax í kvöld og annað kvöld munu höfundar PEN á Íslandi og félagar úr hinum ýmsu landssamtökum PEN lesa upp víðs vegar um bæinn og eru þær uppákomur að sjálfsögðu öllum opnar. Fólk getur kynnt sér hvar og hvenær upplestrarnir fara fram í dagskrá Bókmenntahátíðar á heimasíðu hátíðarinnar, bokmenntahatid.is.“En dagskrá þingsins er væntanlega ekki opin almenningi? „Fundir í nefndum eru lokaðir, en á miðvikudag og fimmtudag verða pallborðsumræður, annars vegar í Hörpu og hins vegar í Norræna húsinu, sem eru opnar öllum almenningi. Þar fær fólk tækifæri til þess að kynnast því starfi sem PEN er að vinna.“ Hvað felst í því starfi? „Það snýst öðrum þræði um að vernda rithöfunda, blaðamenn, bloggara og yfirleitt alla sem tjá sig í rituðu máli hvar sem er í heiminum. Málefni Rússlands, Hvíta-Rússlands og Mexíkó eru til dæmis mjög ofarlega á baugi núna hjá PEN International, en það er ýmislegt fleira í umræðunni og því getur fólk kynnst í þessum pallborðsumræðum.“ Yfirskrift þingsins er Digital Frontiers - Linguistic rights and freedom of Speech eða Stafræn landamæri - rétturinn til tungumáls og tjáningarfrelsis, og Sjón segir þetta umfjöllunarefni hafa ráðið miklu um að ákveðið var að halda það hérlendis. „Þau hjá PEN sjá Ísland að mörgu leyti sem gott dæmi um það hvernig örsmátt samfélag getur haldið úti menningu, staðið vörð um tungu sína og málfrelsi. Þau eru hins vegar alveg með það á hreinu að hér er ekkert endilega nein Paradís og eitt af því sem hefur vakið athygli þeirra varðandi Ísland er að hér var allavega á tímabili í gangi mikil sjálfsritskoðun fólks, bæði fræðimanna, blaðamanna og annarra sem voru að tjá sig um samfélagsmál og eins að þeir sem um var fjallað hafa ítrekað beitt þeirri aðferð að lögsækja fólk, en sú aðferð er notuð víða í heiminum til þess að þagga niður umræðu. Þannig að það þarf að hyggja að ýmsu og má aldrei sofna á verðinum.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þing alþjóðasamtaka rithöfunda, PEN, verður sett í Reykjavík í dag. Þar munu um 200 rithöfundar víðs vegar að úr heiminum ræða þau mál sem á samtökunum brenna. Þetta er heimsþing PEN International sem eru samtök rithöfunda úr 145 félögum frá 100 löndum,“ útskýrir Sjón, forseti Íslandsdeildar PEN. „Samtökin eru talin elstu starfandi mannréttindasamtök í heiminum, voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina og voru auðvitað viðbrögð við þeim mikla hildarleik. Fólk var að velta því fyrir sér hvort bókmenntirnar og tjáningarfrelsið gætu ekki nýst til að skapa friðvænlegt ástand í heiminum.“Hversu stórt er þetta þing? „Hingað koma upp undir tvöhundruð manns, höfundar, útgefendur, blaðamenn og aðrir sem starfa að mannréttindum, og funda hér í fjóra daga um það sem brennur á fólki um þessar mundir.“Þingið tengist líka bókmenntahátíð að einhverju leyti, ekki satt? „Jú, þegar var ákveðið að halda þingið hér þá datt okkur í hug að gera það á sama tíma og Bókmenntahátíð á sér stað. Þingið snýst náttúrulega aðallega um praktísku hliðina, sem sé að fara yfir stöðuna í tjáningarfrelsismálum í heiminum, en í slíku tali vill oft gleymast að það eru nú bókmenntirnar og hið ritaða mál sem liggur undir og þess vegna þótti mjög spennandi kostur að halda þetta á sama tíma og Bókmenntahátíð.“ Þingið verður sett í dag, hvernig er dagskráin? „Já, þetta hefst í dag með fundum í fastanefndum PEN, sem eru nefnd um málefni fangelsaðra rithöfunda, samtök kvenna innan PEN, nefnd um þýðingar og réttinn til tungumála og svo nefnd sem nefnist Höfundar fyrir friði. En bókmenntirnar byrja líka um leið því strax í kvöld og annað kvöld munu höfundar PEN á Íslandi og félagar úr hinum ýmsu landssamtökum PEN lesa upp víðs vegar um bæinn og eru þær uppákomur að sjálfsögðu öllum opnar. Fólk getur kynnt sér hvar og hvenær upplestrarnir fara fram í dagskrá Bókmenntahátíðar á heimasíðu hátíðarinnar, bokmenntahatid.is.“En dagskrá þingsins er væntanlega ekki opin almenningi? „Fundir í nefndum eru lokaðir, en á miðvikudag og fimmtudag verða pallborðsumræður, annars vegar í Hörpu og hins vegar í Norræna húsinu, sem eru opnar öllum almenningi. Þar fær fólk tækifæri til þess að kynnast því starfi sem PEN er að vinna.“ Hvað felst í því starfi? „Það snýst öðrum þræði um að vernda rithöfunda, blaðamenn, bloggara og yfirleitt alla sem tjá sig í rituðu máli hvar sem er í heiminum. Málefni Rússlands, Hvíta-Rússlands og Mexíkó eru til dæmis mjög ofarlega á baugi núna hjá PEN International, en það er ýmislegt fleira í umræðunni og því getur fólk kynnst í þessum pallborðsumræðum.“ Yfirskrift þingsins er Digital Frontiers - Linguistic rights and freedom of Speech eða Stafræn landamæri - rétturinn til tungumáls og tjáningarfrelsis, og Sjón segir þetta umfjöllunarefni hafa ráðið miklu um að ákveðið var að halda það hérlendis. „Þau hjá PEN sjá Ísland að mörgu leyti sem gott dæmi um það hvernig örsmátt samfélag getur haldið úti menningu, staðið vörð um tungu sína og málfrelsi. Þau eru hins vegar alveg með það á hreinu að hér er ekkert endilega nein Paradís og eitt af því sem hefur vakið athygli þeirra varðandi Ísland er að hér var allavega á tímabili í gangi mikil sjálfsritskoðun fólks, bæði fræðimanna, blaðamanna og annarra sem voru að tjá sig um samfélagsmál og eins að þeir sem um var fjallað hafa ítrekað beitt þeirri aðferð að lögsækja fólk, en sú aðferð er notuð víða í heiminum til þess að þagga niður umræðu. Þannig að það þarf að hyggja að ýmsu og má aldrei sofna á verðinum.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira