Ferðaþjónusta hér á landi á krossgötum Svavar Hávarðsson skrifar 11. september 2013 12:00 Vestfirðir voru sérstaklega nefndir sem einstakt svæði til að laða að fjölda ferðamanna. Margt þarf þó að koma til ef það á að verða að veruleika. fréttablaðið/heiða Íslenskt samfélag mun bera allt að 400 milljarða úr býtum, beint og óbeint, frá ferðaþjónustunni í landinu eftir áratug. Um fimm þúsund ný störf verða til og heildarskatttekjur af ferðaþjónustu munu nema 52 milljörðum árið 2023. Skilyrðið fyrir að þetta verði að raunveruleika er að einfalda stjórnsýslu, tryggja upplifun ferðamanna og koma upp skilvirkri leið til gjaldtöku fyrir náttúru Íslands. Þetta er meðal niðurstaðna rannsókna ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynntar voru hagsmunaaðilum á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í gær. Fram kom að vöxturinn í ferðaþjónustu hér á landi á fyrsta áratug þessarar aldar nam 136%. Sérfræðingar BCG telja mögulegt að tvöfalda fjölda ferðamanna á næsta áratug, í 1,5 milljónir árið 2023. Pedro Esquivias, framkvæmdastjóri hjá BCG í Lundúnum, sagði í erindi sínu að árangur Íslands við markaðssetningu, og að laða ferðamenn til landsins, væri glæsilegur. Vöxtur greinarinnar hér á landi ætti sér ekki samanburð. „En Ísland stendur á krossgötum.“ Esquivias sagði að hingað til hefði allt snúist um að fjölga ferðamönnum. Hann sagði það mat BCG að 1,2 til 1,5 milljónir ferðamanna ættu að vera takmarkið til langrar framtíðar litið. En hann sagði jafnframt, og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að markaðssetning og skipulagsvinna næstu missera ætti að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu.Þeir sem koma til landsins halda sig meira og minna á suðvesturhluta landsins. Skýringarmyndin dregur fram öfgar í þeirri mynd en um leið gríðarleg tækifæri landsbyggðarinnar í heild til að fá stærri sneið af kökunni.heimild/ferðamálastofaRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti stutt erindi um þá vinnu sem BCG hefur nú lagt á vogarskálarnar, til viðbótar við samráð við hagsmunaaðila frá því að hún tók við embætti. Og tíðinda er að vænta. „Við munum taka okkur tíma fram að áramótum til að móta tillögur og ætlum síðan að leggja fram frumvarp,“ sagði Ragnheiður og bætti við að tímabært væri að fara að taka ákvarðanir um framtíðarskipan ferðaþjónustunnar. Það væri ekki eftir neinu að bíða, og tók hún þá undir orð Esquivias sem talaði um krossgötur í þessum skilningi. BCG flutti í sjálfu sér engin ný skilaboð – það var mál manna á ráðstefnunni. Það lét kunnuglega í eyrum gesta að hingað ætti að laða að efnameiri ferðamenn, og að gæta þyrfti að gullgæsinni – náttúru landsins. Eins að byggja þyrfti upp innviði ferðaþjónustunnar í breiðum skilningi. En fjármögnun þeirrar uppbyggingar gæti orðið umdeild, sem fyrr. BCG mælir með náttúrupassa sem yrði útfærður þannig hann væri í gildi í 30 daga fyrir ferðamanninn og gilti fyrir alla helstu ferðamannastaðina. Hann myndi hins vegar gilda í fimm ár fyrir Íslendinginn og gjaldtakan færi fram í gegnum skattkerfið, en slík gjaldtaka væri nauðsynleg til að mismuna ekki ferðalöngum eftir þjóðerni. Að mati BCG væri tekjunum, sem gætu orðið allt að átta milljarðar á ári, væri best varið þannig að fjórðungi myndi vera útdeilt sem styrkjum en sama upphæð rynni í lágvaxta lánasjóð fyrir ferðaþjónustuna. Tíu prósent myndu fara til umsýslu passans en 40% rynnu beint til ferðamannastaðanna í hlutfalli við aðsókn. Á ráðstefnunni heyrðust efasemdir um þetta fyrirkomulag, sem er í takt við umræðuna um gjaldtökuna undanfarin ár. Spurt var: Ferðalangurinn fær náttúrupassann í hendur, en hvað svo? Esquivias sagði í stuttum pallborðsumræðum að ýmis útfærsluatriði varðandi gjaldtökuna væru eftir og verkefni hagsmunaaðila væri að þróa lausnir í þeim efnum. Fréttaskýringar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Íslenskt samfélag mun bera allt að 400 milljarða úr býtum, beint og óbeint, frá ferðaþjónustunni í landinu eftir áratug. Um fimm þúsund ný störf verða til og heildarskatttekjur af ferðaþjónustu munu nema 52 milljörðum árið 2023. Skilyrðið fyrir að þetta verði að raunveruleika er að einfalda stjórnsýslu, tryggja upplifun ferðamanna og koma upp skilvirkri leið til gjaldtöku fyrir náttúru Íslands. Þetta er meðal niðurstaðna rannsókna ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynntar voru hagsmunaaðilum á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í gær. Fram kom að vöxturinn í ferðaþjónustu hér á landi á fyrsta áratug þessarar aldar nam 136%. Sérfræðingar BCG telja mögulegt að tvöfalda fjölda ferðamanna á næsta áratug, í 1,5 milljónir árið 2023. Pedro Esquivias, framkvæmdastjóri hjá BCG í Lundúnum, sagði í erindi sínu að árangur Íslands við markaðssetningu, og að laða ferðamenn til landsins, væri glæsilegur. Vöxtur greinarinnar hér á landi ætti sér ekki samanburð. „En Ísland stendur á krossgötum.“ Esquivias sagði að hingað til hefði allt snúist um að fjölga ferðamönnum. Hann sagði það mat BCG að 1,2 til 1,5 milljónir ferðamanna ættu að vera takmarkið til langrar framtíðar litið. En hann sagði jafnframt, og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að markaðssetning og skipulagsvinna næstu missera ætti að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu.Þeir sem koma til landsins halda sig meira og minna á suðvesturhluta landsins. Skýringarmyndin dregur fram öfgar í þeirri mynd en um leið gríðarleg tækifæri landsbyggðarinnar í heild til að fá stærri sneið af kökunni.heimild/ferðamálastofaRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti stutt erindi um þá vinnu sem BCG hefur nú lagt á vogarskálarnar, til viðbótar við samráð við hagsmunaaðila frá því að hún tók við embætti. Og tíðinda er að vænta. „Við munum taka okkur tíma fram að áramótum til að móta tillögur og ætlum síðan að leggja fram frumvarp,“ sagði Ragnheiður og bætti við að tímabært væri að fara að taka ákvarðanir um framtíðarskipan ferðaþjónustunnar. Það væri ekki eftir neinu að bíða, og tók hún þá undir orð Esquivias sem talaði um krossgötur í þessum skilningi. BCG flutti í sjálfu sér engin ný skilaboð – það var mál manna á ráðstefnunni. Það lét kunnuglega í eyrum gesta að hingað ætti að laða að efnameiri ferðamenn, og að gæta þyrfti að gullgæsinni – náttúru landsins. Eins að byggja þyrfti upp innviði ferðaþjónustunnar í breiðum skilningi. En fjármögnun þeirrar uppbyggingar gæti orðið umdeild, sem fyrr. BCG mælir með náttúrupassa sem yrði útfærður þannig hann væri í gildi í 30 daga fyrir ferðamanninn og gilti fyrir alla helstu ferðamannastaðina. Hann myndi hins vegar gilda í fimm ár fyrir Íslendinginn og gjaldtakan færi fram í gegnum skattkerfið, en slík gjaldtaka væri nauðsynleg til að mismuna ekki ferðalöngum eftir þjóðerni. Að mati BCG væri tekjunum, sem gætu orðið allt að átta milljarðar á ári, væri best varið þannig að fjórðungi myndi vera útdeilt sem styrkjum en sama upphæð rynni í lágvaxta lánasjóð fyrir ferðaþjónustuna. Tíu prósent myndu fara til umsýslu passans en 40% rynnu beint til ferðamannastaðanna í hlutfalli við aðsókn. Á ráðstefnunni heyrðust efasemdir um þetta fyrirkomulag, sem er í takt við umræðuna um gjaldtökuna undanfarin ár. Spurt var: Ferðalangurinn fær náttúrupassann í hendur, en hvað svo? Esquivias sagði í stuttum pallborðsumræðum að ýmis útfærsluatriði varðandi gjaldtökuna væru eftir og verkefni hagsmunaaðila væri að þróa lausnir í þeim efnum.
Fréttaskýringar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira