Ný barnafatalína frá Leynibúðinni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. september 2013 09:30 Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdóttir, fatahönnuðir í Leynibúðinni, hafa sent frá sér barnafatalínuna Leyniblómið. MYND/VALLI Við ákváðum að gera litlar útgáfur af sumum þeim flíkum sem við erum að hanna á fullorðna en ég var að búa til kjólalínu sem mér fannst að myndi líka passa vel í litla kjóla,“ útskýrir Hulda Dröfn Atladóttir en hún og Linda Ósk Guðmundsdóttir hafa sent frá sér barnafatalínu undir heitinu Leyniblómið. Hulda og Linda eru báðar fatahönnuðir og standa að Leynibúðinni á Laugavegi. Þær sauma allt sjálfar og eru með saumavélina uppi við í búðinni. „Við gerum allt í litlu upplagi og því er þróunin hröð hjá okkur,“ segir Hulda. „Hugmyndin fæðist og er framkvæmd strax, sem er skemmtilegt. Við erum með vinnustofu annars staðar en líka í búðinni. Þannig getum við haldið áfram að framleiða þegar við erum í búðinni og brugðist við séróskum, til dæmis í stærðum og litum,“ segir hún en fyrstu flíkurnar í Leyniblóminu eru væntanlegar á markaðinn á næstu dögum. „Þetta eru aðallega kjólar og peysur en einnig slaufur á stráka, hárbönd og fleira. Línan verður fáanleg í versluninni Fiðrildið.“ Hulda og Linda hafa haldið utan um Leynibúðina undanfarið ár. Hulda lærði fatahönnun við LHÍ en Linda í Kobenhavns mode og design skole í Danmörku. Hulda segir samvinnu þeirra tveggja hafa smám saman undið upp á sig, Leyniblómið sé þó fyrsta verkefnið sem þær vinna alveg í sameiningu. Það sé öðruvísi áskorun að hanna á börn en fullorðna. Leyniblómið inniheldur peysur og kjóla og fylgihluti. Hún mun fást í versluninni Fiðrildið.MYND/VALLI „Maður hugsar meira um praktíska hluti þegar hannað er á börn. Þau stækka hratt og þá þurfa efnin að þola þvotta og gefa vel eftir. Mér finnst mjög gaman að hanna á börn en ekki endilega skemmtilegra en að hanna á fullorðna. Ég mun allavega ekki hætta að hanna á fullorðna þó ég sé byrjuð á barnafatalínu, það er gaman að gera þetta í bland,“ segir Hulda. Nánar er hægt að forvitnast um hönnunina í Leynibúðinni á Facebook. Nýja barnafatalínan mun fást í versluninni Fiðrildið/Beroma sem er einnig á Facebook. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Við ákváðum að gera litlar útgáfur af sumum þeim flíkum sem við erum að hanna á fullorðna en ég var að búa til kjólalínu sem mér fannst að myndi líka passa vel í litla kjóla,“ útskýrir Hulda Dröfn Atladóttir en hún og Linda Ósk Guðmundsdóttir hafa sent frá sér barnafatalínu undir heitinu Leyniblómið. Hulda og Linda eru báðar fatahönnuðir og standa að Leynibúðinni á Laugavegi. Þær sauma allt sjálfar og eru með saumavélina uppi við í búðinni. „Við gerum allt í litlu upplagi og því er þróunin hröð hjá okkur,“ segir Hulda. „Hugmyndin fæðist og er framkvæmd strax, sem er skemmtilegt. Við erum með vinnustofu annars staðar en líka í búðinni. Þannig getum við haldið áfram að framleiða þegar við erum í búðinni og brugðist við séróskum, til dæmis í stærðum og litum,“ segir hún en fyrstu flíkurnar í Leyniblóminu eru væntanlegar á markaðinn á næstu dögum. „Þetta eru aðallega kjólar og peysur en einnig slaufur á stráka, hárbönd og fleira. Línan verður fáanleg í versluninni Fiðrildið.“ Hulda og Linda hafa haldið utan um Leynibúðina undanfarið ár. Hulda lærði fatahönnun við LHÍ en Linda í Kobenhavns mode og design skole í Danmörku. Hulda segir samvinnu þeirra tveggja hafa smám saman undið upp á sig, Leyniblómið sé þó fyrsta verkefnið sem þær vinna alveg í sameiningu. Það sé öðruvísi áskorun að hanna á börn en fullorðna. Leyniblómið inniheldur peysur og kjóla og fylgihluti. Hún mun fást í versluninni Fiðrildið.MYND/VALLI „Maður hugsar meira um praktíska hluti þegar hannað er á börn. Þau stækka hratt og þá þurfa efnin að þola þvotta og gefa vel eftir. Mér finnst mjög gaman að hanna á börn en ekki endilega skemmtilegra en að hanna á fullorðna. Ég mun allavega ekki hætta að hanna á fullorðna þó ég sé byrjuð á barnafatalínu, það er gaman að gera þetta í bland,“ segir Hulda. Nánar er hægt að forvitnast um hönnunina í Leynibúðinni á Facebook. Nýja barnafatalínan mun fást í versluninni Fiðrildið/Beroma sem er einnig á Facebook.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira