Ný dönsk á flugi Kristján Hjálmarsson skrifar 25. september 2013 10:00 Tónleikar Ný danskra í Elborgarsalnum voru hrífandi og vel úthugsaðir. Fréttablaðið/anton Tónlist: Ný dönsk, Eldborg Eldborgarsalurinn í Hörpu var þétt setinn á tónleikum Ný danskra og Johns Grant á laugardaginn var. Um seinni tónleika kvöldsins var að ræða og því heldur glatt á hjalla eins og gengur og gerist. Fremsta röðin lét fara vel um sig, hallaði sér aftur í sætunum og hvíldi lúin bein á sviðsbrúninni á milli þess sem hún hellti ótæpilega í sig bjór. Ný danskir létu einnig fara vel um sig til að byrja með – sátu í leðursófum vopnaðir kassagíturum og sungu marga af helstu smellum sveitarinnar órafmagnaðir. Lög á borð við Fram á nótt fengu að hljóma við góðar undirtektir úr sal. Fremsta röðin var sérstaklega vel með á nótunum. Þegar líða fór á stóðu hljómsveitarmeðlimir upp plögguðu sig við rafmagn og keyrðu upp hraðann. Þá færðist sko fjör í leikinn. Fremsta röðin réð heldur ekki við sig, trylltist eiginlega af gleði, þegar Iður – Þjóðhátíðarlagið 2013 – fékk að hljóma, stóð upp og söng hástöfum með. Gat verið – Eyjamenn! Eftir stutt hlé tók enn annar kafli við. Íslandsvinurinn John Grant var kynntur til leiks eftir að Ný danskir höfðu sungið eitt af lögum hans. John tók sjálfur nokkur af sínum eigin lögum áður en hann skellti sér í ensku útgáfuna af Flugvélum, einum helsta smelli Ný danskra. Frábærlega vel gert. Enn og aftur keyrðu Ný danskir upp hraðann og salurinn tók vel á móti. Tveir miðaldra karlmenn buðu upp á einhvers konar vangadans á næst efstu svölunum í rólegustu lögunum. Undir það síðasta, í Nostradamus, voru Eyjamennirnir löngu staðnir upp og allur salurinn fylgdi á eftir; dansaði og söng hástöfum með.Niðurstaða: Frábærlega afslappaðir og vel heppnaðir tónleikar Ný danskra og Johns Grant í Eldborgarsalnum. Prógrammið úthugsað svo áhorfendur hrifust með. Vel gert. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Ný dönsk, Eldborg Eldborgarsalurinn í Hörpu var þétt setinn á tónleikum Ný danskra og Johns Grant á laugardaginn var. Um seinni tónleika kvöldsins var að ræða og því heldur glatt á hjalla eins og gengur og gerist. Fremsta röðin lét fara vel um sig, hallaði sér aftur í sætunum og hvíldi lúin bein á sviðsbrúninni á milli þess sem hún hellti ótæpilega í sig bjór. Ný danskir létu einnig fara vel um sig til að byrja með – sátu í leðursófum vopnaðir kassagíturum og sungu marga af helstu smellum sveitarinnar órafmagnaðir. Lög á borð við Fram á nótt fengu að hljóma við góðar undirtektir úr sal. Fremsta röðin var sérstaklega vel með á nótunum. Þegar líða fór á stóðu hljómsveitarmeðlimir upp plögguðu sig við rafmagn og keyrðu upp hraðann. Þá færðist sko fjör í leikinn. Fremsta röðin réð heldur ekki við sig, trylltist eiginlega af gleði, þegar Iður – Þjóðhátíðarlagið 2013 – fékk að hljóma, stóð upp og söng hástöfum með. Gat verið – Eyjamenn! Eftir stutt hlé tók enn annar kafli við. Íslandsvinurinn John Grant var kynntur til leiks eftir að Ný danskir höfðu sungið eitt af lögum hans. John tók sjálfur nokkur af sínum eigin lögum áður en hann skellti sér í ensku útgáfuna af Flugvélum, einum helsta smelli Ný danskra. Frábærlega vel gert. Enn og aftur keyrðu Ný danskir upp hraðann og salurinn tók vel á móti. Tveir miðaldra karlmenn buðu upp á einhvers konar vangadans á næst efstu svölunum í rólegustu lögunum. Undir það síðasta, í Nostradamus, voru Eyjamennirnir löngu staðnir upp og allur salurinn fylgdi á eftir; dansaði og söng hástöfum með.Niðurstaða: Frábærlega afslappaðir og vel heppnaðir tónleikar Ný danskra og Johns Grant í Eldborgarsalnum. Prógrammið úthugsað svo áhorfendur hrifust með. Vel gert.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira