Söngvari Yes á svið með Todmobile Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:30 „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira