Togstreita á milli bræðra Freyr Bjarnason skrifar 28. september 2013 10:00 Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira