Tókst hið ómögulega Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. september 2013 17:00 Atli Fannar Bjarkason tekur þátt í Meistaramánuði í annað sinn. Mynd/Gva Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér Meistaramánuður Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér
Meistaramánuður Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira