Markmið eru fögur 1. október 2013 07:00 Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að synda og klifra í meistaramánuðinum. Mynd/Pálína Ósk Hraundal Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“ Meistaramánuður Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“
Meistaramánuður Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira