Engin dramatík hjá systrunum í HAIM Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:15 Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira