Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 12:00 Óður til gleðinnar Heiðrún segir fulla ástæðu til að fagna hressilega þessum tíu árum síðan flogaveikin hvarf.Fréttablaðið/Arnþór Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira