Pressan að vera kúl Sigga Dögg skrifar 10. október 2013 11:00 Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekkur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistarhipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgjunni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náðist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrítug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar ormagryfju af veseni sem grey unglingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heillengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þessum málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósettinu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög