Svar við eftirspurn eftir brassgrúppu sem spilar klassík Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 13:00 Hljómsveitin er skipuð sex ungum tónlistarmönnum sem nýlega útskrifuðust úr námi á brasshljóðfæri. Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira