Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 11:00 Hús Bernhörðu Alba. Kristín Jóhannesdóttir og hluti leikhópsins. Fréttablaðið/GVA Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira