Solla Eiríks: Lengi langað til að standa meira á haus Sara McMahon skrifar 22. október 2013 07:00 Sólveig Eiríksdóttir veitingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið/stefán „Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“ Meistaramánuður Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“
Meistaramánuður Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira