Annar kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 23. október 2013 06:00 Sigurborg steig reiðhjólið af miklu kappi í morgunslyddunni og lét það ekkert á sig fá þótt fennti fyrir gleraugun hennar. Hún þekkti þessa leið út og inn og hefði treyst sér til að hjóla hana blindandi. Reyndar gerði hún sér það að leik af og til að hjóla hluta leiðarinnar með lokuð augun og hafði hingað til sloppið með skrekkinn. Hún hjólaði af Eiríksgötunni inn á bílastæði Landspítalans, steig af baki og læsti hjólinu við staur við enda byggingarinnar. Hana rak í rogastans þrátt fyrir slæmt skyggni því við ruslageymsluna stóð svört bifreið og þrír sérsveitarmenn með alvæpni höfðu komið sér fyrir við innganginn sem var alsettur veggjakroti spellvirkja. Á veggnum stóð spreyjað í fánalitunum: Íslenska spítala fyrir Íslendinga! Þetta hlaut að vera vegna óeirðanna sem brotist höfðu út á slysadeild daginn áður. Þá hafði hópur hælisleitenda verið færður á slysavarðstofu vegna meiðsla við handtöku. Fólkið hafði sumt hvert verið á nærfötunum einum fata því lögreglan hafði gert því rúmrusk löngu fyrir dagmál svo hælisleitendur gætu ekki vígbúist. Hópur þjóðernissinna hafði tjaldað fyrir utan spítalann og kveikt varðeld og hrópað ókvæðisorð að starfsfólki spítalans sem sökum vaktaskipta þurfti eðlilega að ganga um anddyri spítalans. Sigurborg tók af sér reiðhjólahjálminn og gekk inn um aðaldyr spítalans. Henni var hrollkalt og ekki var hlýrra innandyra. Yfirstjórn spítalans hafði brugðið á það ráð að draga úr kyndingu á göngum spítalans í sparnaðarskyni. Það hafði vissa kosti í för með sér, því verulega hafði dregið úr rápi sjúklinga sem og heimsóknum almennra borgara.Glansmynd Sigurborg leit í kringum sig sem snöggvast og eitt andartak birtist henni fortíðin sem glansmynd úr hugskoti endurminninganna. Upplýstur gangurinn, gljáfægðir veggsímar leigubílastöðvanna og hlátrasköll glaðværs hjúkrunarfólks sem hljóp um gangana boðið og búið til að veita líkn þeim sem minnst máttu sín. Eins og lágmyndir birtust fyrir hugskoti Sigurborgar vinaleg andlit sjálfboðaliðanna sem unnu í verslun þeirri er staðið hafði í anddyri spítalans. Þær voru ófáar maltflöskurnar og blómvendirnir sem höfðu farið um hendur þessara hjartahlýju kvenna til að auðvelda önnum köfnum gestum heimsóknir til fársjúkra ættmenna sinna. Sigurborg hrökk upp úr þessum þönkum því farsími hennar hringdi án afláts. Hún svaraði og hljóp af stað. Þetta var Guðvarður yfirlæknir sem bað hana að hitta sig á skrifstofu sinni tafarlaust. Sigurborg hljóp við fót í átt að skrifstofu yfirlæknisins fram hjá auðum skrifstofum geislafræðinga og mátti litlu muna að hún velti við hjólaborði drekkhlöðnu af lífsýnum næturinnar. Guðvarður bað Sigurborgu að loka á eftir sér og bauð henni til sætis andspænis sér. Hjartað ólmaðist í brjósti Sigurborgar, því hún hafði löngum haft augastað á Guðvarði og ekki síst í ljósi þess að hann var nýorðinn ekkjumaður. Konan hans hafði látist við „heimilisstörfin“ eins og sjálfsvíg voru jafnan nefnd í flimtingum meðal starfsfólks spítalans.Þjóðaröryggi Guðvarður vék sér beint að efninu og bað Sigurborgu lengstra orða að ræða ekki við nokkurn mann um það sem hann myndi nú segja henni því það varðaði þjóðaröryggi. Sigurborg hálfklökknaði við að finna traustið sem streymdi frá Guðvarði og sagði honum í lágum hljóðum að hann gæti fyllilega treyst á þagmælsku hennar og trygglyndi. Freistandi var að segja Guðvarði frá því er hún óvænt hafði verið fengin til að sinna bandarískri stórstjörnu á Vatnajökli. Yfir þessu hafði Sigurborg þagað eins og mannsmorði þó að erlend stórblöð hefðu boðið henni fúlgur fjár fyrir uppljóstranir af einhverju tagi. Sigurborg tók þegjandi og hljóðalaust við lyklum að einkastofu á hæðinni sem einungis var notuð ef um innlagnir fyrirfólks var að ræða. Sigurborg setti lykilinn í skrána og sneri honum varlega. Dyrnar opnuðust og innan úr herberginu mátti heyra titillagið úr tölvuleiknum Angry Birds. Þetta var vistleg stofa, ríkmannlega innréttuð og á veggjum mátti sjá forseta lýðveldisins innrammaða í einfaldri röð. Í miðju herberginu var mikilfenglegt sjúkrarúm og í því sat hann, ráðherrann ungi sem þjóðin hafði saknað svo dögum skipti. Hann sat þar eins og skólabarn með i-paddinn í kjöltunni og með tunguna ofurlítið úti í öðru munnvikinu eins og til þess að glata nú ekki einbeitingunni. Nokkur græn sælgætisbréf utan af Lindubuffi lágu á sænginni og á gólfinu umhverfis rúm ráðherrans. Hjarta Sigurborgar ætlaði að bresta við þessa sjón og hún fylltist meðlíðan með ráðherranum unga. Hún vissi sem var að fram undan væru erfiðir dagar þar sem hún þyrfti að annast ráðherrann af kostgæfni, bægja frá forvitnum og sauð handa honum grautarvelling í huganum. Ráðherrann skyldi aðeins fá það besta og auðvitað aðeins íslenskar afurðir, feitt kjet og ylvolga mjólk. Þann staðgóða kost sem hafði haldið þjóðinni á lífi öldum saman og veitt henni sjálfstæði sitt, gildismat og aga. Sigurborg strengdi þess heit að láta ekki sitt eftir liggja við að hjálpa ráðherranum unga til að ná fullri heilsu, því hér var ekki eingöngu um heilsu ráðherrans að ræða heldur var velsæld heillar þjóðar í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Sigurborg steig reiðhjólið af miklu kappi í morgunslyddunni og lét það ekkert á sig fá þótt fennti fyrir gleraugun hennar. Hún þekkti þessa leið út og inn og hefði treyst sér til að hjóla hana blindandi. Reyndar gerði hún sér það að leik af og til að hjóla hluta leiðarinnar með lokuð augun og hafði hingað til sloppið með skrekkinn. Hún hjólaði af Eiríksgötunni inn á bílastæði Landspítalans, steig af baki og læsti hjólinu við staur við enda byggingarinnar. Hana rak í rogastans þrátt fyrir slæmt skyggni því við ruslageymsluna stóð svört bifreið og þrír sérsveitarmenn með alvæpni höfðu komið sér fyrir við innganginn sem var alsettur veggjakroti spellvirkja. Á veggnum stóð spreyjað í fánalitunum: Íslenska spítala fyrir Íslendinga! Þetta hlaut að vera vegna óeirðanna sem brotist höfðu út á slysadeild daginn áður. Þá hafði hópur hælisleitenda verið færður á slysavarðstofu vegna meiðsla við handtöku. Fólkið hafði sumt hvert verið á nærfötunum einum fata því lögreglan hafði gert því rúmrusk löngu fyrir dagmál svo hælisleitendur gætu ekki vígbúist. Hópur þjóðernissinna hafði tjaldað fyrir utan spítalann og kveikt varðeld og hrópað ókvæðisorð að starfsfólki spítalans sem sökum vaktaskipta þurfti eðlilega að ganga um anddyri spítalans. Sigurborg tók af sér reiðhjólahjálminn og gekk inn um aðaldyr spítalans. Henni var hrollkalt og ekki var hlýrra innandyra. Yfirstjórn spítalans hafði brugðið á það ráð að draga úr kyndingu á göngum spítalans í sparnaðarskyni. Það hafði vissa kosti í för með sér, því verulega hafði dregið úr rápi sjúklinga sem og heimsóknum almennra borgara.Glansmynd Sigurborg leit í kringum sig sem snöggvast og eitt andartak birtist henni fortíðin sem glansmynd úr hugskoti endurminninganna. Upplýstur gangurinn, gljáfægðir veggsímar leigubílastöðvanna og hlátrasköll glaðværs hjúkrunarfólks sem hljóp um gangana boðið og búið til að veita líkn þeim sem minnst máttu sín. Eins og lágmyndir birtust fyrir hugskoti Sigurborgar vinaleg andlit sjálfboðaliðanna sem unnu í verslun þeirri er staðið hafði í anddyri spítalans. Þær voru ófáar maltflöskurnar og blómvendirnir sem höfðu farið um hendur þessara hjartahlýju kvenna til að auðvelda önnum köfnum gestum heimsóknir til fársjúkra ættmenna sinna. Sigurborg hrökk upp úr þessum þönkum því farsími hennar hringdi án afláts. Hún svaraði og hljóp af stað. Þetta var Guðvarður yfirlæknir sem bað hana að hitta sig á skrifstofu sinni tafarlaust. Sigurborg hljóp við fót í átt að skrifstofu yfirlæknisins fram hjá auðum skrifstofum geislafræðinga og mátti litlu muna að hún velti við hjólaborði drekkhlöðnu af lífsýnum næturinnar. Guðvarður bað Sigurborgu að loka á eftir sér og bauð henni til sætis andspænis sér. Hjartað ólmaðist í brjósti Sigurborgar, því hún hafði löngum haft augastað á Guðvarði og ekki síst í ljósi þess að hann var nýorðinn ekkjumaður. Konan hans hafði látist við „heimilisstörfin“ eins og sjálfsvíg voru jafnan nefnd í flimtingum meðal starfsfólks spítalans.Þjóðaröryggi Guðvarður vék sér beint að efninu og bað Sigurborgu lengstra orða að ræða ekki við nokkurn mann um það sem hann myndi nú segja henni því það varðaði þjóðaröryggi. Sigurborg hálfklökknaði við að finna traustið sem streymdi frá Guðvarði og sagði honum í lágum hljóðum að hann gæti fyllilega treyst á þagmælsku hennar og trygglyndi. Freistandi var að segja Guðvarði frá því er hún óvænt hafði verið fengin til að sinna bandarískri stórstjörnu á Vatnajökli. Yfir þessu hafði Sigurborg þagað eins og mannsmorði þó að erlend stórblöð hefðu boðið henni fúlgur fjár fyrir uppljóstranir af einhverju tagi. Sigurborg tók þegjandi og hljóðalaust við lyklum að einkastofu á hæðinni sem einungis var notuð ef um innlagnir fyrirfólks var að ræða. Sigurborg setti lykilinn í skrána og sneri honum varlega. Dyrnar opnuðust og innan úr herberginu mátti heyra titillagið úr tölvuleiknum Angry Birds. Þetta var vistleg stofa, ríkmannlega innréttuð og á veggjum mátti sjá forseta lýðveldisins innrammaða í einfaldri röð. Í miðju herberginu var mikilfenglegt sjúkrarúm og í því sat hann, ráðherrann ungi sem þjóðin hafði saknað svo dögum skipti. Hann sat þar eins og skólabarn með i-paddinn í kjöltunni og með tunguna ofurlítið úti í öðru munnvikinu eins og til þess að glata nú ekki einbeitingunni. Nokkur græn sælgætisbréf utan af Lindubuffi lágu á sænginni og á gólfinu umhverfis rúm ráðherrans. Hjarta Sigurborgar ætlaði að bresta við þessa sjón og hún fylltist meðlíðan með ráðherranum unga. Hún vissi sem var að fram undan væru erfiðir dagar þar sem hún þyrfti að annast ráðherrann af kostgæfni, bægja frá forvitnum og sauð handa honum grautarvelling í huganum. Ráðherrann skyldi aðeins fá það besta og auðvitað aðeins íslenskar afurðir, feitt kjet og ylvolga mjólk. Þann staðgóða kost sem hafði haldið þjóðinni á lífi öldum saman og veitt henni sjálfstæði sitt, gildismat og aga. Sigurborg strengdi þess heit að láta ekki sitt eftir liggja við að hjálpa ráðherranum unga til að ná fullri heilsu, því hér var ekki eingöngu um heilsu ráðherrans að ræða heldur var velsæld heillar þjóðar í húfi.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun