Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 07:00 SVÞ segja stjórnvöld ekki hafa getað fært fyrir því rök að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti. Fréttablaðið/Hrönn Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira