Kraftur leystur úr læðingi Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 12:30 Savages stóð sig vel í Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Magnús Elvar Jónsson Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik. Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik.
Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira