Margmiðlunarveisla í Eldborg Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:30 Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. Mynd/Alexander Matukhno Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira