Glænýtt lið hjá Gerplu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 07:30 Stelpurnar klárar í slaginn. Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins. Fimleikar Innlendar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira