Af frægu fólki og fanatík Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Þegar ég var lítil tók ég upp hvern einasta þátt af Norninni ungu og horfði svo á þá aftur og aftur. Fljótlega var ég orðin heltekin af persónunum í þáttunum og svo var ég komin með leikarana á heilann. Melissa Joan-Hart var brátt farin að taka óþarflega mikið blek úr litaprentaranum og pláss í myndaalbúmum. Mér fannst nefnilega alls ekkert óeðlilegt að lauma einstaka mynd af þessari vinkonu minni í fjölskyldualbúmin. Einhverjum árum síðar hófust svo útsendingar á íslensku gamanþáttunum Stelpunum. Vinahópurinn varð fljótlega að sértrúarflokki í kringum þessa þætti. Við þuldum upp atriði í tíma og ótíma og stundum var nóg að segja „Sigga…“ og þá var garanterað að partíið lagðist hlæjandi í gólfið. Orðið „stelpukvöld“ fékk glænýja merkingu. Við vorum farin að espa þetta svo upp hvert í öðru að aðdáunin var ekki lengur bundin við þættina sem slíka heldur skipuðu leikkonurnar ákveðinn sess í hjarta okkar allra. Misstóran sess. Sérstaklega vorum við hrifin af Gullu. Þetta var farið að ganga svo langt að við fengum hysterískt hláturskast við það eitt að sjá andlitin á stelpunum við einhver allt önnur tækifæri. Og svo gerðist það einn daginn að við mættum Gullu á Laugaveginum. Það er auðvitað alls ekkert merkilegt að hitta landsþekkta Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur. En þarna vorum við orðin að sértrúarsöfnuði, því má ekki gleyma. Og Gulla… ja, Gulla var leiðtogi safnaðarins. Óafvitandi. Og við eltum hana. Við, stjörnustjarfur unglingahópurinn, eltum Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur leikkonu sem í sakleysi sínu gekk upp Laugaveginn. En þegar hún beygði inn Vegamótastíginn var eins og við áttuðum okkur og án þess að mæla orð héldum við áfram upp Laugaveginn og gengum saman í þögn. Nú er ég nokkrum árum eldri og geri mér grein fyrir að persónur í bíómyndum og sjónvarpsþáttum eru ekki endilega þær sömu og leikararnir á bak við þær. En um hana Gullu hef ég ekki efast eitt augnablik og er reyndar handviss um að hún er einmitt um leið og þetta er skrifað að segja eitthvað óborganlega fyndið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Þegar ég var lítil tók ég upp hvern einasta þátt af Norninni ungu og horfði svo á þá aftur og aftur. Fljótlega var ég orðin heltekin af persónunum í þáttunum og svo var ég komin með leikarana á heilann. Melissa Joan-Hart var brátt farin að taka óþarflega mikið blek úr litaprentaranum og pláss í myndaalbúmum. Mér fannst nefnilega alls ekkert óeðlilegt að lauma einstaka mynd af þessari vinkonu minni í fjölskyldualbúmin. Einhverjum árum síðar hófust svo útsendingar á íslensku gamanþáttunum Stelpunum. Vinahópurinn varð fljótlega að sértrúarflokki í kringum þessa þætti. Við þuldum upp atriði í tíma og ótíma og stundum var nóg að segja „Sigga…“ og þá var garanterað að partíið lagðist hlæjandi í gólfið. Orðið „stelpukvöld“ fékk glænýja merkingu. Við vorum farin að espa þetta svo upp hvert í öðru að aðdáunin var ekki lengur bundin við þættina sem slíka heldur skipuðu leikkonurnar ákveðinn sess í hjarta okkar allra. Misstóran sess. Sérstaklega vorum við hrifin af Gullu. Þetta var farið að ganga svo langt að við fengum hysterískt hláturskast við það eitt að sjá andlitin á stelpunum við einhver allt önnur tækifæri. Og svo gerðist það einn daginn að við mættum Gullu á Laugaveginum. Það er auðvitað alls ekkert merkilegt að hitta landsþekkta Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur. En þarna vorum við orðin að sértrúarsöfnuði, því má ekki gleyma. Og Gulla… ja, Gulla var leiðtogi safnaðarins. Óafvitandi. Og við eltum hana. Við, stjörnustjarfur unglingahópurinn, eltum Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur leikkonu sem í sakleysi sínu gekk upp Laugaveginn. En þegar hún beygði inn Vegamótastíginn var eins og við áttuðum okkur og án þess að mæla orð héldum við áfram upp Laugaveginn og gengum saman í þögn. Nú er ég nokkrum árum eldri og geri mér grein fyrir að persónur í bíómyndum og sjónvarpsþáttum eru ekki endilega þær sömu og leikararnir á bak við þær. En um hana Gullu hef ég ekki efast eitt augnablik og er reyndar handviss um að hún er einmitt um leið og þetta er skrifað að segja eitthvað óborganlega fyndið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun