Síminn og Nova hafa eytt gögnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova segja mál Vodafone vera alvarlega áminningu um ábyrgð fyrirtækja. „Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira