Vantar öfgarnar Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 12:00 Jón Leifs Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira