Óþarfi að eyðileggja Íslandsmótið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:15 Sigursæll. Valskonur hafa unnið fjölmarga titla undanfarin ár undir stjórn Stefáns. Liðið varð bikarmeistari síðastliðið vor. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel „Þetta er allt of langt frí. Við gáfum leikmönnum okkar vikufrí og þær fóru í ferðalög. Svo hittumst við á mánudaginn og erum byrjuð að æfa aftur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í kvennaflokki. Valsstelpur lögðu Fylki að velli í deildinni 20. nóvember sl. en hafa síðan ekki spilað leik. Næsti deildarleikur er á dagskrá 11. janúar. Hlé var gert á deildinni hér heima eins og annars staðar í Evrópu vegna heimsmeistaramótsins í Serbíu. Íslenska liðið komst ekki í lokakeppnina en tíminn var þó nýttur til að kalla landsliðið saman. Liðið mætti Sviss í þremur leikjum í síðustu viku og æfir nú út vikuna. „Við höfum aðgang að leikmönnum ytra í tvær vikur. Svo margir leikmenn landsliðsins spila erlendis að það er nauðsynlegt að nýta tímann vel,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri Handknattleikssambandsins. Liðið verði að fá tíma til æfinga ætli það sér að komast á næsta stórmót. „Landsliðið hefði átt að æfa í eina viku að meðtöldum landsleikjunum gegn Sviss,“ segir Stefán sem finnst tveggja vikna æfingahrina landsiðsins of löng. „Það er auðvitað frábært að landsliðið fái verkefni en þegar liðið er ekki í lokakeppni á ekki að eyðileggja Íslandsmótið,“ segir Stefán. Ein vika hefði dugað og í kjölfarið hefði verið hægt að ná allt að þremur umferðum í deildinni fyrir jól. Málið hafi ekki verið hugsað til enda heldur haldið í sama horfi og undanfarin ár þegar Ísland var með á stórmótum. „Það verður að horfa á heildina. Það eru fleiri að spila handbolta en landsliðsmennirnir,“ segir Stefán.Ósáttur við fyrirkomulagið Stefán Arnarson hefur þjálfað Valsliðið frá 2008.Frétttablaðið/vilhelmDeildarbikarinn færður fram Róbert segist hafa sest niður með forráðamönnum félaganna í upphafi síðastliðins sumars þar sem línur hafi verið lagðar fyrir tímabilið. Félögin hafi verið spurð hvort vilji væri til að spila í deildinni í desember í kjölfar landsleikjahlés eða lengja hléið fram í janúar. Mögulegt hefði verið að spila eina til tvær umferðir fyrir jól. Vilji félaganna hafi verið að halda desemberhléinu líkt og undanfarin ár. „Desember er þungur mánuður fyrir félögin. Mörg lið eru skipuð ungum leikmönnum í framhalds- og háskóla sem eru á kafi í prófum,“ segir Róbert. Hann minnir á að staða Vals sé nokkuð önnur en annarra liða. Margir leikmenn hafi lokið háskólanámi og séu úti á vinnumarkaðnum. Hjá öðrum liðum sé staðan erfiðari. Planið hafi verið sent til félaga og enginn hafi hreyft mótmælum. Þá minnir Róbert á að deildabikarinn, sem spilaður hafi verið milli jóla og nýárs, verði leikinn 13.-14. desember í ár. Það komi til af því að þá geti leikir í karla- og kvennaflokki farið fram á sama tíma. Leikirnir fari því ekki ofan í undirbúning karlalandsliðsins sem hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku 12. janúar. Valsmenn létu rúmenska leikmanninn Gherman Marinelu fara á dögunum en sú náði sér ekki á strik í rauða búningnum.Útlendingalaust Valslið „Þetta var ágætis leikmaður og góð stelpa en hentaði ekki okkar leikskipulagi,“ segir Stefán. Hún komi úr austur-evrópskum handbolta þar sem spiluð sé önnur vörn en flest liðin hér heima leika. Hún hafi verið föst í sínu og gengið illa að aðlagast. Stefán segir Val ekki munu reyna að fylla skarð Marinelu með erlendum leikmanni. Valsliðið ætli að taka á því án aðstoðar að utan út leiktíðina. Hins vegar segir Stefán fagnaðarefni að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rebekka Skúladóttir séu að komast á fulla ferð eftir barneignahlé. „Þær eru að styrkjast og komast í betra stand,“ segir Stefán. Hann er ánægður með stöðu Valsliðsins sem situr í 2. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir, stigi á eftir toppliði Stjörnunnar. Hvorugt liðið hefur tapað leik. „Ég sagði alltaf að þetta gæti orðið erfitt fyrir áramót. Við erum á ágætis stað miðað við hvað mannskapurinn kemur seint inn,“ segir Stefán. Markmiðið á Hlíðarenda er skýrt. „Við stefnum alltaf á toppinn.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Þetta er allt of langt frí. Við gáfum leikmönnum okkar vikufrí og þær fóru í ferðalög. Svo hittumst við á mánudaginn og erum byrjuð að æfa aftur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í kvennaflokki. Valsstelpur lögðu Fylki að velli í deildinni 20. nóvember sl. en hafa síðan ekki spilað leik. Næsti deildarleikur er á dagskrá 11. janúar. Hlé var gert á deildinni hér heima eins og annars staðar í Evrópu vegna heimsmeistaramótsins í Serbíu. Íslenska liðið komst ekki í lokakeppnina en tíminn var þó nýttur til að kalla landsliðið saman. Liðið mætti Sviss í þremur leikjum í síðustu viku og æfir nú út vikuna. „Við höfum aðgang að leikmönnum ytra í tvær vikur. Svo margir leikmenn landsliðsins spila erlendis að það er nauðsynlegt að nýta tímann vel,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri Handknattleikssambandsins. Liðið verði að fá tíma til æfinga ætli það sér að komast á næsta stórmót. „Landsliðið hefði átt að æfa í eina viku að meðtöldum landsleikjunum gegn Sviss,“ segir Stefán sem finnst tveggja vikna æfingahrina landsiðsins of löng. „Það er auðvitað frábært að landsliðið fái verkefni en þegar liðið er ekki í lokakeppni á ekki að eyðileggja Íslandsmótið,“ segir Stefán. Ein vika hefði dugað og í kjölfarið hefði verið hægt að ná allt að þremur umferðum í deildinni fyrir jól. Málið hafi ekki verið hugsað til enda heldur haldið í sama horfi og undanfarin ár þegar Ísland var með á stórmótum. „Það verður að horfa á heildina. Það eru fleiri að spila handbolta en landsliðsmennirnir,“ segir Stefán.Ósáttur við fyrirkomulagið Stefán Arnarson hefur þjálfað Valsliðið frá 2008.Frétttablaðið/vilhelmDeildarbikarinn færður fram Róbert segist hafa sest niður með forráðamönnum félaganna í upphafi síðastliðins sumars þar sem línur hafi verið lagðar fyrir tímabilið. Félögin hafi verið spurð hvort vilji væri til að spila í deildinni í desember í kjölfar landsleikjahlés eða lengja hléið fram í janúar. Mögulegt hefði verið að spila eina til tvær umferðir fyrir jól. Vilji félaganna hafi verið að halda desemberhléinu líkt og undanfarin ár. „Desember er þungur mánuður fyrir félögin. Mörg lið eru skipuð ungum leikmönnum í framhalds- og háskóla sem eru á kafi í prófum,“ segir Róbert. Hann minnir á að staða Vals sé nokkuð önnur en annarra liða. Margir leikmenn hafi lokið háskólanámi og séu úti á vinnumarkaðnum. Hjá öðrum liðum sé staðan erfiðari. Planið hafi verið sent til félaga og enginn hafi hreyft mótmælum. Þá minnir Róbert á að deildabikarinn, sem spilaður hafi verið milli jóla og nýárs, verði leikinn 13.-14. desember í ár. Það komi til af því að þá geti leikir í karla- og kvennaflokki farið fram á sama tíma. Leikirnir fari því ekki ofan í undirbúning karlalandsliðsins sem hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku 12. janúar. Valsmenn létu rúmenska leikmanninn Gherman Marinelu fara á dögunum en sú náði sér ekki á strik í rauða búningnum.Útlendingalaust Valslið „Þetta var ágætis leikmaður og góð stelpa en hentaði ekki okkar leikskipulagi,“ segir Stefán. Hún komi úr austur-evrópskum handbolta þar sem spiluð sé önnur vörn en flest liðin hér heima leika. Hún hafi verið föst í sínu og gengið illa að aðlagast. Stefán segir Val ekki munu reyna að fylla skarð Marinelu með erlendum leikmanni. Valsliðið ætli að taka á því án aðstoðar að utan út leiktíðina. Hins vegar segir Stefán fagnaðarefni að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rebekka Skúladóttir séu að komast á fulla ferð eftir barneignahlé. „Þær eru að styrkjast og komast í betra stand,“ segir Stefán. Hann er ánægður með stöðu Valsliðsins sem situr í 2. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir, stigi á eftir toppliði Stjörnunnar. Hvorugt liðið hefur tapað leik. „Ég sagði alltaf að þetta gæti orðið erfitt fyrir áramót. Við erum á ágætis stað miðað við hvað mannskapurinn kemur seint inn,“ segir Stefán. Markmiðið á Hlíðarenda er skýrt. „Við stefnum alltaf á toppinn.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira