Þjálfarinn hefur mikla trú á mér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:00 Án marks. Emil hefur spilað 13 leiki í deildinni á tímabilinu en á enn eftir að skora. Mynd/EPA Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri. Ítalski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri.
Ítalski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira