Heldur rýr Jón Páll Símon Birgisson skrifar 7. desember 2013 14:00 Jón Páll ævisaga Bækur. Jón Páll – Ævisaga sterkasta manns í heimi. Útgefandi: Tindur. Sölvi Tryggvason. Jón Páll Sigmarsson er einn dáðasti íþróttamaður sem við höfum átt. Persónuleiki hans var einstakur, hann var í senn afreksmaður og skemmtikraftur. Sigrar hans á alþjóðavettvangi áttu stóran þátt í að móta sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Við áttum ekki bara fallegustu konur í heimi heldur vorum við stærst og sterkust líka. Sölvi Tryggvason blaðamaður tekst á við það stóra verkefni að gera ævisögu þessa risa í íslenskri menningu skil. Og því miður hefur hann ekki árangur sem erfiði. Ef notast ætti við hið sérstaka tungutak kraftajötnanna í Jakabólinu þar sem Jón Páll hóf sinn feril, þá er bókin hálfgerður „krypplingur“. Hún er stutt og hlaupið hratt yfir sögu. Æsku og uppvexti Jóns Páls á Snæfellsnesi eru til að mynda gerð skil á fimm blaðsíðum. Sölvi treystir á viðmælendur sína til að segja söguna. Stundum tekst það vel en oft verða viðtölin endurtekningasöm og stundum er sömu sögurnar endurteknar nánast orðrétt, til dæmis þegar Jón Páll reyndi að þyngja sig um fimm kíló á einum degi með því að drekka mjólk (bls. 41 og 183). Einna mest spennandi kaflinn í ævi Jón Páls er keppni hans á mótunum Sterkasti maður heims á árunum 1986-1990. Sölvi lýsir þessum mótum á sex síðum í eins konar upptalningarstíl – sem er miður því til eru frábærar heimildir, sem lýsa þeim gífurlegu átökum, sálfræðilegu og líkamlegu, sem áttu sér stað á þessum mótum þar sem Jón Páll lagði hvern aflraunamanninn á fætur öðrum að fótum sér og varð fjórum sinnum krýndur sterkasti maður heims. Sölvi á reyndar hrós skilið fyrir að reyna ekki að fegra sögu Jón Páls, líkt og gert var í heimildarmyndinni „Ekkert mál“ fyrir nokkrum árum. Kaflinn um steraneyslu Jóns er góður. Sölvi hefur heimildir fyrir því að skýrslu um steranotkunina hafi verið stungið undir stól af ráðherra þess tíma og telst það líklega „skúbb“. Í viðtölum við konurnar í lífi Jóns Páls kemur í ljós mynd af manni sem var svo heltekinn af markmiðum sínum að allt sem gæti talist „hefðbundið fjölskyldulíf“ sat á hakanum. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af lífi Jóns Páls eftir lestur bókarinnar er það hve ótrúlega nákvæmur hann var varðandi æfingar sínar og lífsstíl. Ekkert var tilviljunum háð. Hann æfði meira en allir aðrir, borðaði meira en allir aðrir og hlífði sér aldrei. Jón Páll á skilið að þeir sem vilja nota nafn hans og sögu til að selja bækur sýni af sér sömu eljusemi. Það gerir Sölvi ekki í þessari bók og því er hún misheppnuð. Niðurstaða: Áhugaverð upprifjun á ferli Jóns Páls Sigmarssonar en bókin ristir ekki djúpt. Endurtekningasöm og allt of stutt. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Jón Páll – Ævisaga sterkasta manns í heimi. Útgefandi: Tindur. Sölvi Tryggvason. Jón Páll Sigmarsson er einn dáðasti íþróttamaður sem við höfum átt. Persónuleiki hans var einstakur, hann var í senn afreksmaður og skemmtikraftur. Sigrar hans á alþjóðavettvangi áttu stóran þátt í að móta sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Við áttum ekki bara fallegustu konur í heimi heldur vorum við stærst og sterkust líka. Sölvi Tryggvason blaðamaður tekst á við það stóra verkefni að gera ævisögu þessa risa í íslenskri menningu skil. Og því miður hefur hann ekki árangur sem erfiði. Ef notast ætti við hið sérstaka tungutak kraftajötnanna í Jakabólinu þar sem Jón Páll hóf sinn feril, þá er bókin hálfgerður „krypplingur“. Hún er stutt og hlaupið hratt yfir sögu. Æsku og uppvexti Jóns Páls á Snæfellsnesi eru til að mynda gerð skil á fimm blaðsíðum. Sölvi treystir á viðmælendur sína til að segja söguna. Stundum tekst það vel en oft verða viðtölin endurtekningasöm og stundum er sömu sögurnar endurteknar nánast orðrétt, til dæmis þegar Jón Páll reyndi að þyngja sig um fimm kíló á einum degi með því að drekka mjólk (bls. 41 og 183). Einna mest spennandi kaflinn í ævi Jón Páls er keppni hans á mótunum Sterkasti maður heims á árunum 1986-1990. Sölvi lýsir þessum mótum á sex síðum í eins konar upptalningarstíl – sem er miður því til eru frábærar heimildir, sem lýsa þeim gífurlegu átökum, sálfræðilegu og líkamlegu, sem áttu sér stað á þessum mótum þar sem Jón Páll lagði hvern aflraunamanninn á fætur öðrum að fótum sér og varð fjórum sinnum krýndur sterkasti maður heims. Sölvi á reyndar hrós skilið fyrir að reyna ekki að fegra sögu Jón Páls, líkt og gert var í heimildarmyndinni „Ekkert mál“ fyrir nokkrum árum. Kaflinn um steraneyslu Jóns er góður. Sölvi hefur heimildir fyrir því að skýrslu um steranotkunina hafi verið stungið undir stól af ráðherra þess tíma og telst það líklega „skúbb“. Í viðtölum við konurnar í lífi Jóns Páls kemur í ljós mynd af manni sem var svo heltekinn af markmiðum sínum að allt sem gæti talist „hefðbundið fjölskyldulíf“ sat á hakanum. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af lífi Jóns Páls eftir lestur bókarinnar er það hve ótrúlega nákvæmur hann var varðandi æfingar sínar og lífsstíl. Ekkert var tilviljunum háð. Hann æfði meira en allir aðrir, borðaði meira en allir aðrir og hlífði sér aldrei. Jón Páll á skilið að þeir sem vilja nota nafn hans og sögu til að selja bækur sýni af sér sömu eljusemi. Það gerir Sölvi ekki í þessari bók og því er hún misheppnuð. Niðurstaða: Áhugaverð upprifjun á ferli Jóns Páls Sigmarssonar en bókin ristir ekki djúpt. Endurtekningasöm og allt of stutt.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira