Æðislegt að vera komin til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 00:01 María Guðmundsdóttir hefur sýnt mikla þrautseigju með að komast til baka í skíðabrekkuna og uppskar vel í gær. „Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María. Íþróttir Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
„Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María.
Íþróttir Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira