Verður hjá þjálfaranum um jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2013 07:00 Norðlendingurinn verður hjá þjálfara sínum um jólin. Aðsend mynd „Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“ Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“
Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira