Verður hjá þjálfaranum um jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2013 07:00 Norðlendingurinn verður hjá þjálfara sínum um jólin. Aðsend mynd „Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“ Íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“
Íþróttir Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Sjá meira