Laufabrauðsát er fyrsta verk Ásgeirs Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. desember 2013 10:00 Ásgeir kemur fram ásamt hljómsveit sinni á þrennum tónleikum á Íslandi á milli jóla og nýárs. fréttablaðið/arnþór „Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira