Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. fréttablaðið/valli Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“
Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira