Eygló Ósk skráði nafn sitt í sögubækurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 06:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu. Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu.
Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Sjá meira