Trentemöller ekki einn að þessu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 11:00 Anders Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar, ásamt hljómsveit. nordicphotos/getty „Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead. Sónar Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead.
Sónar Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira