Bíó og sjónvarp

Ný mynd eftir meistara Almodóvar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Pedro Almodóvar á framleiðslufyrirtækið El Deseo sem framleiðir myndina.
Pedro Almodóvar á framleiðslufyrirtækið El Deseo sem framleiðir myndina.
Grínmyndin I‘m so excited!, sem heitir á frummálinu Los amantes pasajeros, er frumsýnd á föstudag í Bíó Paradís en leikstjóri og handritshöfundur er Pedro Almodóvar.

Myndin gerist á borð um flugvél sem er á leið til Mexíkó þar sem við fylgjumst með bísexual flugmönnunum Benito og Alex og samkynhneigðum flugþjónunum Ulloa, Fajardo og Joserra.

Flugvélin er full af sérkennilegum karakterum sem eru svo sannarlega í ferð sem gæti endað með ósköpum.

Myndin er sýnd með enskum texta og hefur Almodóvar lýst henni sem gleðilegri. Flestir kvikmyndaáhugamenn ættu að kannast við Almodóvar. Hann hefur leikstýrt myndum á borð við Kika, Carne Trémula, Todo Sobre Mi Madre, Hable Con Ella, La Mala Educación, Volver og La Piel que habito.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×