Breytingar á mætti stórvelda Jón Ormur Halldórsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Degi er tekið að halla á öld vestursins. Sú staðreynd varð ljósari en áður á líðandi ári. Fimmhundruð árum eftir upphaf nýlendutímans, sem endaði með heimi undir forræði fáeinna vestrænna stórvelda, sjást nú sífellt fleiri merki um þá þungu strauma sem flytja völd og auð og áhrif frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Þungamiðja flestra hluta er að færast til og nær alltaf í átt frá Vesturlöndum. Þetta er að breyta heiminum. Því fylgja margar hættur.Jón Ormur HalldórssonViðvörun sögunnar Í haust sagði utanríkisráðherra Kína í ræðu sem fór furðu hljótt að af þeim 15 tilvikum sem hann þekkti úr sögunni um uppgang nýrra stórvelda hefðu 11 endað með stríði. Þetta hljómaði ekki vel á ári harðnandi deilna um Kínahaf og vaxandi máttar kínverska hersins. En athugasemdin var rétt. Tímar mikilla breytinga á hlutfallslegum mætti stórvelda eru afar viðsjárverðir. Sögukennslan var viðvörun til eldri stórvelda um að standa ekki í vegi fyrir vaxandi áhrifum mesta ríkis jarðarinnar og sérstök áminning til Bandaríkjanna um að þrengja ekki að Kína í Asíu. Það kom í ljós á árinu að Kína hefur skipt um kúrs í utanríkismálum. Stjórnin fylgir ekki lengur áratugagamalli stefnu um að halda Kína til hlés. Erfitt nágrenni Fátt greiddi meira leið Bandaríkjanna til valda en lega landsins að mestu höfum heimsins og meinlaust nágrenni á landi. Kína liggur hins vegar að tólf ríkjum á landi og að lögsögu fleiri á sjó. Ríkið á í alvarlegum deilum um landamæri og lögsögu við meira en helming granna sinna. Víða á jöðrum Kína ríkir tortryggni vegna langrar sögu mikils aflsmunar. Aðeins fá grannríki, og ekkert þeirra sterkustu, geta talist sérlega vinveitt Kínverjum. Nær öll austanverð Asía er hins vegar orðin nátengd kínversku efnahagslífi. Kína er líka orðið stærsti viðskiptavinur meirihluta ríkja heims án þess að hafa eignast öfluga bandamenn. Innilokað stórveldi Nær öll utanríkisverslun Kína, og þar með aðdrættir á hráefnum og orku, fer um þröngar siglingaleiðar í Asíu og viðkvæm hafsvæði þar sem Kínverjar hafa lítil áhrif. Þetta er ein helsta skýringin á tilraunum Kínverja til að styrkja stöðu sína erlendis. Þeir sem horfa á heiminn frá Peking sjá erfiða baráttu innilokaðs verslunar- og iðnveldis fyrir viðskiptalegu og pólitísku öryggi. Úr öðrum áttum kann það sama að sýnast ógnandi útþenslustefna. Vaxandi afleiðingar af þessum ólíka skilningi verða oft í fréttum á næstu árum. Afleiðingar hnignunar Minnkandi trú á mátt Bandaríkjanna er að verða mikill áhrifavaldur í alþjóðamálum. Þetta er ekki aðeins svo í Mið-Austurlöndum heldur einnig á svæðum allt í kringum Kína og Indland og á hinum löngu jöðrum Rússlands. Brasilía er líka að mynda mótvægi við Washington í Suður-Ameríku. Bandaríkin eru þó til mikilla muna öflugasta herveldi heimsins og eyða nær jafn miklu í her sinn og allar aðrar þjóðir jarðar til samans. Reynslan bæði í Írak og Afganistan hefur hins vegar sýnt að jafnvel yfirþyrmandi herstyrkur dugar ekki til að ráða niðurstöðum mála. Eftir meira en áratugar stríðsrekstur og meira en trilljón dollara útgjöld standa Bandaríkin ráðþrota í Mið-Austurlöndum og vilja nú loks ræða við Íran. Stríðið í Sýrlandi sýnir vel þetta máttleysi hinna sterku. Heimur margra stórvelda Vöxtur Kína, Indlands, Brasilíu, Tyrklands, Indónesíu og fleiri stórra ríkja er að setja áhrifum Bandaríkjanna sífellt þrengri skorður. Íran sem opnaði dyr sínar á árinu mun bætast í hóp þessara ríkja um leið og versta sérviskan hættir að ráða ferðinni í Tehran. Ekkert ríki né heldur bandalag ríkja getur þó tekið við drottnandi hlutverki Bandaríkjanna. Hagsmunir er ólíkir hjá nýjum stórveldum heimsins og flest glíma þau líka við alvarleg vandamál. Þetta sást vel á árinu í pólitískri lömun hins snauða Indlands, í átökum í Tyrklandi og með öðrum hætti í Kína. Meginspurningum um ríki og vald er ósvarað í mörgum þeirra, ekki síst í Kína, en vaxandi fyrirferð þeirra reynir nú á þanþol alþjóðakerfisins. Sára stórveldið Rússland var aldrei þessu vant í fréttum fyrir að ná árangri í utanríkismálum, fyrst í Sýrlandi og svo í Úkraínu. Hvorugt málið breytir því þó að ríkið á í vaxandi erfiðleikum bæði innan lands og utan. Utanríkisstefnan hefur mótast af sárindum og tilraunum til að endurheimta stöðu hnattræns stórveldis. Rússar eyða hlutfallslega meiru til hermála en önnur stórveldi og munu innan þriggja ára eyða meiru í þau en heilbrigðismál. Hagkerfi Rússlands er hins vegar aðeins þriðjungur af því japanska og helmingur af því þýska. Framleiðslan á mann er minni en í Grikklandi. Rússum fækkar og á næstu árum mun fækka um tíu milljónir á vinnumarkaði. Lítið er flutt út annað en hráefni. Þetta er stórt og vel vopnað en veikburða ríki. Fyrir framtíðina skiptir þróun mála í Úkraínu mjög miklu máli. Úr kreppu í stöðnun? Á Vesturlöndum er almenningur farinn að trúa því að löng gullöld sé að baki og að framtíðin verði fátæklegri. Þessi tilfinning kemur sterkt og ítrekað fram í margvíslegum könnunum á viðhorfum fólks bæði austan hafs og vestan. Hún er studd rökum og reynslu. Lífskjör almennings í Bandaríkjunum hafa lítið batnað í áratugi og versnað hjá þeim fátækari. Í Evrópu horfir ungt fólk fram á verri kjör en foreldrar þess vöndust. Þótt löng kreppa sé víða að baki sjá menn fleiri teikn um stöðnun en framfarir. Aðgerðir flestra ríkja bera keim af tilraunum til að blása lofti í hagkerfin en innviðir eru óvíða styrktir. Pólitíkin er ólík frá landi til lands en þó má greina þræði. Mönnum er víða talin trú um að útlendingar beri ábyrgð á ástandinu. Vitrænni umræða bendir hins vegar til nýs og víðtæks vilja til að skoða í alvöru hvernig gefið er í spilum samtímans. Ár andófs gegn ójöfnuði Þetta var ár frétta af ójöfnuði sem ekki hefur verið meiri í nýlegri sögu Vesturlanda. Hagfræðingar skýrðu hvernig ójöfnuður getur vegið að efnahagslífinu. Pólitískir greinendur sýndu hvernig samfélög Vesturlanda eru að gliðna og súrna vegna ólíkra hagsmuna ríkra manna og almennings. Stjórnmálin einkenndust líka víða af reiði og tortryggni frekar en yfirvegun og skynsemi. Enginn skortur reyndist heldur á stjórnmálamönnum sem gera út á reiði og örvæntingu almennings sjálfum sér til hagsbóta. Kerfisbreyting í Mið-Austurlöndum Grunnþættirnir í ríkjaskipun Mið-Austurlanda eru að verða hundrað ára gamlir og stríðin um þá jafngömul. Rætur þeirra er að finna í gömlum hagsmunum vestrænna stórvelda. Arfurinn af hundrað ára hagsmunagæslu útlendinga í Mið-Austurlöndum sýndist sjaldan ömurlegri en á líðandi ári með stríðinu í Sýrlandi, hjaðningavígum í Írak, upplausn í heimi araba, vaxandi vonleysi Palestínumanna og flótta milljóna manna. Stríðin í Mið-Austurlöndum eru þó flest borgarastríð og snúast ekki lengur um vestræna hagsmuni. Púðrið var þurrt eins og sást eftir innrásina í Írak og nú loga eldar glatt í mörgum ótraustum ríkjum. Nú eru það stjórnmál samsemdar á trúarlegum grunni og átök á milli Íran og Sádi-Arabíu með Tyrki og Egypta á hliðarlínum sem móta stríðin. Það kerfi mun um stund taka við af hinni dapurlegu bandarísku öld í Mið-Austurlöndum. Hvarf einkalífsins Uppljóstranir Snowdens um ótrúlegt umfang á njósnastarfsemi Bandaríkjanna voru einn vendipunktur ársins. Skyndilega varð ljóst inn í hvers konar heim við höfum stigið með tengingu allra greina lífsins við nýja tækni. Framtíðarhryllingur birtist þarna sem samtímaveruleiki. Staðfesting á vaxandi mun á Evrópu og Bandaríkjunum sást um leið á gerólíkum viðbrögðum vestan hafs og austan við upplýsingum Snowdens. Hann var hetja ársins austan megin hafs en stórglæpamaður vestan þess. Nánd fjarlægða Heimsvæðingin hefur fært menn og atburði í nýtt návígi. Okkur kemur miklu meira við en nokkru sinni áður hvað fjarlægt fólk er að gera, hvað það vill og hvað það getur. Árangur af viðleitni heima fyrir ræðst líka sífellt meira af því hvernig hún fellur að alþjóðlegum aðstæðum. Það þurfti ekki nein sérstök gleraugu til að sjá þetta á árinu sem er að líða. En menn héldu samt áfram að reka sig óþægilega á þessa einföldu staðreynd. Styrkur Evrópu Efnalegar forsendur vestræns forræðis í heiminum eru að hverfa. Evrópa á í sérstökum vanda þótt versta kreppan sé nú að baki. Löndin í kringum okkur minna þó um margt á skjól í hörðum heimi. Ekkert hinna rísandi stórvelda er öðrum til fordæmis um samfélagaskipan. Flest nágrannalönd okkar eru hins vegar alþjóðlegar fyrirmyndir. Hvergi er frelsið meira í reynd, hvergi er umburðarlyndið staðfastara, hvergi er svo vel hlúð að lífi hins almenna manns, hvergi er upplýsingin almennari, hvergi er skárra að eiga í erfiðleikum með lífið og hvergi er menningin fjölbreyttari eða frjórri. Spurning Árið sýndi hins vegar að stærsta ógnin við allt þetta er vaxandi ójöfnuður innan vestrænna þjóðfélaga. Hann er að rífa þau í sundur. Þekktur sagnfræðingur sagði eitt sinn að stærsta spurningin um tuttugustu öldina væri um það hvernig mönnum tókst að forða kapítalismanum frá því tortíma sjálfum sér. Samtíminn gæti notað svör við þeirri spurningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Degi er tekið að halla á öld vestursins. Sú staðreynd varð ljósari en áður á líðandi ári. Fimmhundruð árum eftir upphaf nýlendutímans, sem endaði með heimi undir forræði fáeinna vestrænna stórvelda, sjást nú sífellt fleiri merki um þá þungu strauma sem flytja völd og auð og áhrif frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Þungamiðja flestra hluta er að færast til og nær alltaf í átt frá Vesturlöndum. Þetta er að breyta heiminum. Því fylgja margar hættur.Jón Ormur HalldórssonViðvörun sögunnar Í haust sagði utanríkisráðherra Kína í ræðu sem fór furðu hljótt að af þeim 15 tilvikum sem hann þekkti úr sögunni um uppgang nýrra stórvelda hefðu 11 endað með stríði. Þetta hljómaði ekki vel á ári harðnandi deilna um Kínahaf og vaxandi máttar kínverska hersins. En athugasemdin var rétt. Tímar mikilla breytinga á hlutfallslegum mætti stórvelda eru afar viðsjárverðir. Sögukennslan var viðvörun til eldri stórvelda um að standa ekki í vegi fyrir vaxandi áhrifum mesta ríkis jarðarinnar og sérstök áminning til Bandaríkjanna um að þrengja ekki að Kína í Asíu. Það kom í ljós á árinu að Kína hefur skipt um kúrs í utanríkismálum. Stjórnin fylgir ekki lengur áratugagamalli stefnu um að halda Kína til hlés. Erfitt nágrenni Fátt greiddi meira leið Bandaríkjanna til valda en lega landsins að mestu höfum heimsins og meinlaust nágrenni á landi. Kína liggur hins vegar að tólf ríkjum á landi og að lögsögu fleiri á sjó. Ríkið á í alvarlegum deilum um landamæri og lögsögu við meira en helming granna sinna. Víða á jöðrum Kína ríkir tortryggni vegna langrar sögu mikils aflsmunar. Aðeins fá grannríki, og ekkert þeirra sterkustu, geta talist sérlega vinveitt Kínverjum. Nær öll austanverð Asía er hins vegar orðin nátengd kínversku efnahagslífi. Kína er líka orðið stærsti viðskiptavinur meirihluta ríkja heims án þess að hafa eignast öfluga bandamenn. Innilokað stórveldi Nær öll utanríkisverslun Kína, og þar með aðdrættir á hráefnum og orku, fer um þröngar siglingaleiðar í Asíu og viðkvæm hafsvæði þar sem Kínverjar hafa lítil áhrif. Þetta er ein helsta skýringin á tilraunum Kínverja til að styrkja stöðu sína erlendis. Þeir sem horfa á heiminn frá Peking sjá erfiða baráttu innilokaðs verslunar- og iðnveldis fyrir viðskiptalegu og pólitísku öryggi. Úr öðrum áttum kann það sama að sýnast ógnandi útþenslustefna. Vaxandi afleiðingar af þessum ólíka skilningi verða oft í fréttum á næstu árum. Afleiðingar hnignunar Minnkandi trú á mátt Bandaríkjanna er að verða mikill áhrifavaldur í alþjóðamálum. Þetta er ekki aðeins svo í Mið-Austurlöndum heldur einnig á svæðum allt í kringum Kína og Indland og á hinum löngu jöðrum Rússlands. Brasilía er líka að mynda mótvægi við Washington í Suður-Ameríku. Bandaríkin eru þó til mikilla muna öflugasta herveldi heimsins og eyða nær jafn miklu í her sinn og allar aðrar þjóðir jarðar til samans. Reynslan bæði í Írak og Afganistan hefur hins vegar sýnt að jafnvel yfirþyrmandi herstyrkur dugar ekki til að ráða niðurstöðum mála. Eftir meira en áratugar stríðsrekstur og meira en trilljón dollara útgjöld standa Bandaríkin ráðþrota í Mið-Austurlöndum og vilja nú loks ræða við Íran. Stríðið í Sýrlandi sýnir vel þetta máttleysi hinna sterku. Heimur margra stórvelda Vöxtur Kína, Indlands, Brasilíu, Tyrklands, Indónesíu og fleiri stórra ríkja er að setja áhrifum Bandaríkjanna sífellt þrengri skorður. Íran sem opnaði dyr sínar á árinu mun bætast í hóp þessara ríkja um leið og versta sérviskan hættir að ráða ferðinni í Tehran. Ekkert ríki né heldur bandalag ríkja getur þó tekið við drottnandi hlutverki Bandaríkjanna. Hagsmunir er ólíkir hjá nýjum stórveldum heimsins og flest glíma þau líka við alvarleg vandamál. Þetta sást vel á árinu í pólitískri lömun hins snauða Indlands, í átökum í Tyrklandi og með öðrum hætti í Kína. Meginspurningum um ríki og vald er ósvarað í mörgum þeirra, ekki síst í Kína, en vaxandi fyrirferð þeirra reynir nú á þanþol alþjóðakerfisins. Sára stórveldið Rússland var aldrei þessu vant í fréttum fyrir að ná árangri í utanríkismálum, fyrst í Sýrlandi og svo í Úkraínu. Hvorugt málið breytir því þó að ríkið á í vaxandi erfiðleikum bæði innan lands og utan. Utanríkisstefnan hefur mótast af sárindum og tilraunum til að endurheimta stöðu hnattræns stórveldis. Rússar eyða hlutfallslega meiru til hermála en önnur stórveldi og munu innan þriggja ára eyða meiru í þau en heilbrigðismál. Hagkerfi Rússlands er hins vegar aðeins þriðjungur af því japanska og helmingur af því þýska. Framleiðslan á mann er minni en í Grikklandi. Rússum fækkar og á næstu árum mun fækka um tíu milljónir á vinnumarkaði. Lítið er flutt út annað en hráefni. Þetta er stórt og vel vopnað en veikburða ríki. Fyrir framtíðina skiptir þróun mála í Úkraínu mjög miklu máli. Úr kreppu í stöðnun? Á Vesturlöndum er almenningur farinn að trúa því að löng gullöld sé að baki og að framtíðin verði fátæklegri. Þessi tilfinning kemur sterkt og ítrekað fram í margvíslegum könnunum á viðhorfum fólks bæði austan hafs og vestan. Hún er studd rökum og reynslu. Lífskjör almennings í Bandaríkjunum hafa lítið batnað í áratugi og versnað hjá þeim fátækari. Í Evrópu horfir ungt fólk fram á verri kjör en foreldrar þess vöndust. Þótt löng kreppa sé víða að baki sjá menn fleiri teikn um stöðnun en framfarir. Aðgerðir flestra ríkja bera keim af tilraunum til að blása lofti í hagkerfin en innviðir eru óvíða styrktir. Pólitíkin er ólík frá landi til lands en þó má greina þræði. Mönnum er víða talin trú um að útlendingar beri ábyrgð á ástandinu. Vitrænni umræða bendir hins vegar til nýs og víðtæks vilja til að skoða í alvöru hvernig gefið er í spilum samtímans. Ár andófs gegn ójöfnuði Þetta var ár frétta af ójöfnuði sem ekki hefur verið meiri í nýlegri sögu Vesturlanda. Hagfræðingar skýrðu hvernig ójöfnuður getur vegið að efnahagslífinu. Pólitískir greinendur sýndu hvernig samfélög Vesturlanda eru að gliðna og súrna vegna ólíkra hagsmuna ríkra manna og almennings. Stjórnmálin einkenndust líka víða af reiði og tortryggni frekar en yfirvegun og skynsemi. Enginn skortur reyndist heldur á stjórnmálamönnum sem gera út á reiði og örvæntingu almennings sjálfum sér til hagsbóta. Kerfisbreyting í Mið-Austurlöndum Grunnþættirnir í ríkjaskipun Mið-Austurlanda eru að verða hundrað ára gamlir og stríðin um þá jafngömul. Rætur þeirra er að finna í gömlum hagsmunum vestrænna stórvelda. Arfurinn af hundrað ára hagsmunagæslu útlendinga í Mið-Austurlöndum sýndist sjaldan ömurlegri en á líðandi ári með stríðinu í Sýrlandi, hjaðningavígum í Írak, upplausn í heimi araba, vaxandi vonleysi Palestínumanna og flótta milljóna manna. Stríðin í Mið-Austurlöndum eru þó flest borgarastríð og snúast ekki lengur um vestræna hagsmuni. Púðrið var þurrt eins og sást eftir innrásina í Írak og nú loga eldar glatt í mörgum ótraustum ríkjum. Nú eru það stjórnmál samsemdar á trúarlegum grunni og átök á milli Íran og Sádi-Arabíu með Tyrki og Egypta á hliðarlínum sem móta stríðin. Það kerfi mun um stund taka við af hinni dapurlegu bandarísku öld í Mið-Austurlöndum. Hvarf einkalífsins Uppljóstranir Snowdens um ótrúlegt umfang á njósnastarfsemi Bandaríkjanna voru einn vendipunktur ársins. Skyndilega varð ljóst inn í hvers konar heim við höfum stigið með tengingu allra greina lífsins við nýja tækni. Framtíðarhryllingur birtist þarna sem samtímaveruleiki. Staðfesting á vaxandi mun á Evrópu og Bandaríkjunum sást um leið á gerólíkum viðbrögðum vestan hafs og austan við upplýsingum Snowdens. Hann var hetja ársins austan megin hafs en stórglæpamaður vestan þess. Nánd fjarlægða Heimsvæðingin hefur fært menn og atburði í nýtt návígi. Okkur kemur miklu meira við en nokkru sinni áður hvað fjarlægt fólk er að gera, hvað það vill og hvað það getur. Árangur af viðleitni heima fyrir ræðst líka sífellt meira af því hvernig hún fellur að alþjóðlegum aðstæðum. Það þurfti ekki nein sérstök gleraugu til að sjá þetta á árinu sem er að líða. En menn héldu samt áfram að reka sig óþægilega á þessa einföldu staðreynd. Styrkur Evrópu Efnalegar forsendur vestræns forræðis í heiminum eru að hverfa. Evrópa á í sérstökum vanda þótt versta kreppan sé nú að baki. Löndin í kringum okkur minna þó um margt á skjól í hörðum heimi. Ekkert hinna rísandi stórvelda er öðrum til fordæmis um samfélagaskipan. Flest nágrannalönd okkar eru hins vegar alþjóðlegar fyrirmyndir. Hvergi er frelsið meira í reynd, hvergi er umburðarlyndið staðfastara, hvergi er svo vel hlúð að lífi hins almenna manns, hvergi er upplýsingin almennari, hvergi er skárra að eiga í erfiðleikum með lífið og hvergi er menningin fjölbreyttari eða frjórri. Spurning Árið sýndi hins vegar að stærsta ógnin við allt þetta er vaxandi ójöfnuður innan vestrænna þjóðfélaga. Hann er að rífa þau í sundur. Þekktur sagnfræðingur sagði eitt sinn að stærsta spurningin um tuttugustu öldina væri um það hvernig mönnum tókst að forða kapítalismanum frá því tortíma sjálfum sér. Samtíminn gæti notað svör við þeirri spurningu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun