Ætlar að halda ótrauð áfram í knattspyrnu að barnsburði loknum Elimar Hauksson skrifar 28. desember 2013 07:00 Margrét Lára og Einar Örn tilkynntu fjölskyldunni um væntanlegan fjölskyldumeðlim á aðfangadagskvöld við mikinn fögnuð. Fréttablaðið/Daníel Það voru óvænt tíðindi þegar Margrét Lára og Einar tilkynntu móður hans að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Þau tilkynntu fjölskyldunni um væntanlegan fjölskyldumeðlim á aðfangadagskvöld við mikinn fögnuð. Ég hitti parið sitt í hvoru lagi enda hafa þau í nógu að snúast þessa dagana. Margrét vinnur nú á geðsviði Landspítalans til að sækja sér reynslu áður en hún hefur mastersnám í sálfræði en Einar starfar sem sjúkraþjálfari hjá Styrk. Við Margrét hittumst á Landspítalanum eftir vakt, fyrir fótboltaæfingu.Margrét, hvernig tilfinning er það að þurfa fljótlega að leggja skóna á hilluna, allavega tímabundið, og færa sig yfir í móðurhlutverkið? „Það er frábær tilfinning. Við erum náttúrulega bara í skýjunum með þetta,“ segir Margrét en von er á barninu í heiminn 14. júní, ári fyrir úrslitakeppni HM í Kanada.Loksins laus við meiðslin Þau Einar hafa verið á Íslandi síðustu mánuði eftir að keppnistímabili sænsku deildarinnar lauk en samningur Margrétar við úrvalsdeildarliðið Kristianstad rann út í lok þessa tímabils. Þrátt fyrir að hafa átt við langvinn meiðsli að stríða síðastliðin fimm ár átti Margrét Lára gott tímabil með Kristianstad og varð fjórði markahæsti leikmaðurinn í sænsku deildinni með 14 mörk. „Það er rosalega gott þegar meiðslin eru hætt að hrjá mann og ég er ótrúlega fegin að þau eru loksins að baki. Það var mjög skrítið að fara úr því að æfa 12 sinnum í viku niður í kannski sex skipti. Það var mjög erfitt en ég finn að mér líður mun betur núna, ég er hvergi bangin.“ Stefnirðu á að spila með landsliðinu, komist það í úrslitakeppnina í Kanada? „Ef allt gengur að óskum þá vonast ég til þess að komast sem fyrst aftur á völlinn. Ég er harðákveðin í því að koma til baka, Ég er loksins laus við þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá mig og hef verið mjög heppin það sem af er meðgöngunni. Ég geri mér grein fyrir því að það ástand varir ekki í sex mánuði í viðbót en ef allt gengur að óskum þá vonast ég til þess að komast sem fyrst á völlinn aftur, vonandi fyrir 2015, Ég verð bara að treysta stelpunum til að koma okkur á HM svo ég geti fengið að spila í Kanada, ég hef líka 100% trú á að þær geri það.“ Margrét stefnir á að halda áfram í atvinnumennsku að barnsburði loknum og segist eiga nóg eftir. „Ég er ennþá bara 27 ára gömul og mér finnst ég eiga nokkur ár eftir. Það er erfitt að skipuleggja framtíðina en draumurinn væri að fara út og halda atvinnumannsferlinum áfram í svona 1-2 ár eftir að krílið kemur í heiminn. Þannig að pabbinn þarf að vera duglegur að passa,“ segir Margrét og hlær við.Margrét Lára er mikil fyrirmynd og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá yngri kynslóðinni.Mynd/Daníel RúnarssonSálfræðin heillar Margrét er með BS-gráðu í sálfræði en námið tók hún samhliða atvinnumennskunni í fjarnámi við HA. Hún stefnir á mastersnám á því sviði. „Ég hefði átt að vera að fara út til Svíþjóðar núna í janúar en vinnuveitendur mínir hjá Kristianstad skilja það að sjálfsögðu að ég verði ekki með á næsta tímabili. Ég ætla nota tímann til að vinna og sækja mér reynslu fyrir mastersnámið í sálfræðinni. Ég er að vinna uppá geðdeild Landspítalans og stefni að því að nota tímann á meðan fótboltinn er ekki númer eitt og fá mér smáreynslu á sviði geðsjúkdóma.“ Af hverju geðsjúkdómar? „Ég fór náttúrulega í sálfræði fyrir þremur árum en reyndar stefni ég að því að læra íþróttasálfræði. Ég hef engan sérstakan áhuga á geðsjúkdómum fram yfir annað, áhugi minn snýr aðallega að íþróttasálfræði. Það er samt rosalega gott að hafa þennan bakgrunn líka þar sem maður veit ekki hvort maður getur unnið fullt starf sem íþróttasálfræðingur eða hvort maður þarf að vinna á stofnun með því. Það sem vakti áhuga minn á íþróttasálfræði er það hvað hugurinn skiptir miklu máli. Ég er búin að vera í erfiðum meiðslum í mörg ár og þó ég hafi unnið marga titla og unnið mikið af persónulegum sigrum þá hef ég upplifað mjög erfið tímabil, það getur verið svolítið keðjuverkandi. Íþróttasálfræði fór að toga í mig eftir að ég meiddist og lenti í erfiðleikum varðandi íþróttina. Þá sá ég hvað það skiptir miklu máli að halda hausnum í gegnum allt ferlið, það er svo mikilvægt að missa ekki hausinn þó illa gangi.“ Margrét hóf störf á geðsviði Landspítalans nú í haust, Hvernig var að koma þangað? „Þegar ég byrjaði að vinna hérna fyrst var ég ekki með neitt merki, ég var bara eins og hver annar sjúklingur hérna inni. Það voru mjög skemmtilegar vikur hérna fyrst þar sem fólk var mikið að rugla mér saman við sjúklinga og fólk sem kannaðist við mig og vissi ekki alveg hvaðan, hvort það var af Vogi eða öðrum meðferðarstofnunum eða úr fótbolta. Ég held að flestir starfsmenn byggingarinnar séu samt farnir viðurkenna mig sem starfsmann núna,“ segir Margrét og hlær.Einar Örn, unnusti Margrétar, starfar sem sjúkraþjálfari í Styrk, Höfðabakka.Mynd/Daníel Faðirinn líka íþróttamaður Einar, unnusti Margrétar, vill helst ekki hafa sig í frammi en féllst þó á að spjalla stuttlega við blaðamann eftir nokkrar málamiðlanir. Einar er sjálfur handboltamaður, spilaði bæði með Val og IFK Kristianstad auk þess sem hann er nú útskrifaður sjúkraþjálfari og starfar sem slíkur. Nú hafið þið Margrét verið saman í næstum sex ár, hvernig byrjaði þetta allt saman? „Við sáumst fyrst á handboltaleik hjá Val en fyrir það höfðum við aldrei séð hvort annað. Svo kynntumst við í gegnum landsliðskonuna Ástu Árnadóttur sem var með mér í sjúkraþjálfuninni. Síðan þróaðist þetta hægt og rólega og ári áður en hún fór út til Potsdam vorum við byrjuð saman.“ Hvernig hefur fjarbúðin gengið síðan? Þetta hlýtur að hafa verið flókið. „Jú, jú, ég neita því ekki. Ég bjó reyndar úti í Kristianstad í sex mánuði hjá Margréti árið 2010 þegar ég spilaði með IFK Kristianstad. Þar fyrir utan höfum við verið sitt í hvoru lagi og bara reynt að eyða sumrinu og fríunum sem mest saman.“ Kom aldrei til greina að þú bara flyttir út til hennar eða hún jafnvel heim til Íslands? „Í rauninni ekki, við vildum bara leyfa hvort öðru að njóta sín í sínu. Ég var náttúrulega að klára nám og spila handbolta hérna heima meðan hún vildi ná árangri í fótbolta þannig að við vildum ekki vera að taka hvort frá öðru. Auðvitað var það stundum leiðinlegt, eðlilega, að geta ekki verið meira saman á þessum tíma. En nú verður breyting til batnaðar, við eigum íbúð hér í bænum þar sem við búum núna þannig að nú fáum við góðan tíma saman,“ segir Einar. Margrét meiddist og átti við erfið aftanlærismeiðsli að stríða í fimm ár, tókst þú mikið eftir því hvað meiðslin tóku á hana? „Þetta var auðvitað erfitt fyrir hana. Ég held samt að margir hefðu verið löngu búnir að gefast upp, hún er ótrúlega sterkur karakter og lætur ekki margt hafa áhrif á sig. En auðvitað, eins og hjá öllum, þá gengur þetta upp og niður en heilt yfir þá tók hún þessu af mikilli yfirvegun. Það er ekki eins og það séu gríðarlegar peningaupphæðir sem drifu hana áfram til að koma sér úr meiðslum.“Ódrepandi áhugi Margrét er markahæsti landsliðsmaður íslands frá upphafi, myndirðu segja að hún sé meðvituð um orðspor sitt í fótboltanum? „Hún hefur náttúrulega ódrepandi áhuga á fótbolta og er mjög metnaðarfull. Margir með hennar orðspor væru ekki svona jarðbundnir en hún er mjög jarðbundin. Meðan aðrir með hennar hæfileika myndu kannski setjast niður og hugsa hvað þeir eru góðir, þá hugsar Margrét hvað hún geti gert til þess að ná lengra.“ Heldur þú að sálfræðin eigi vel við Margréti? Já, það held ég, sérstaklega íþróttasálfræði miðað við reynslu hennar og bakgrunn. Hún getur miðlað ótrúlegri reynslu til annarra íþróttamanna og ég held að hún muni standa sig frábærlega í því eins og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Einar.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/Vilhelm Siggi Raggi var eins og klettur Margrét Lára spilaði undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í 66 landsleikjum. Nú er Sigurður hættur að þjálfa liðið en undir lokinn var staða hans umdeild af einhverjum leikmönnum. Hvernig var samstarf ykkar Sigurðar? „Siggi Raggi gerði ótrúlega marga góða hluti fyrir mig persónulega og fyrir íslenska kvennalandsliðið. Ég á Sigga Ragga allt gott að þakka, Hann stóð með mér eins og klettur í gegnum mín erfiðu meiðsli og hjálpaði mér mjög mikið oft og tíðum en lengst af hans þjálfaraferli var ég meidd. Siggi kom liðinu á stall sem það hefur aldrei verið á áður en ég held að það skipti engu máli hversu góður þjálfari þú ert, þegar þú ert búinn að þjálfa lið í sjö ár þá verður til smá þreyta á báða bóga. Ég held að það hafi verið fín tímasetning hjá honum að stíga til hliðar og fá nýjan mann inn.“Breyttir tímar í kvennaknattspyrnunni Margrét segir að áður fyrr hafi afrekskonur nánast undantekningalaust hætt eftir barnsburð. Hún segir landslagið í dag hins vegar vera breytt. „Þetta var þannig að margar hættu bara við 20-25 ára aldur og þurftu bara að fara að sinna heimili og börnum. Við erum náttúrulega farnar að geta verið atvinnumenn í þessu sem gerir okkur kleift að koma til baka. Þegar maður er atvinnumaður að æfa tvisvar á dag þá er auðvitað tími á milli æfinga til að sinna fjölskyldu. Ég held að umhverfið sé það sem hafi mest áhrif, það gerir konum kleift að stunda íþróttina og eiga fjölskyldu því þetta elur sig ekki upp sjálft,“ segir Margrét. Aðspurð um hvort barnið verði Eyjapeyi eða Eyjapæja svöruðu bæði að það skipti engu máli og Margrét bætti við að það yrði bara að koma í ljós. „En Eyjamaður verður barnið, það er klárt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Það voru óvænt tíðindi þegar Margrét Lára og Einar tilkynntu móður hans að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Þau tilkynntu fjölskyldunni um væntanlegan fjölskyldumeðlim á aðfangadagskvöld við mikinn fögnuð. Ég hitti parið sitt í hvoru lagi enda hafa þau í nógu að snúast þessa dagana. Margrét vinnur nú á geðsviði Landspítalans til að sækja sér reynslu áður en hún hefur mastersnám í sálfræði en Einar starfar sem sjúkraþjálfari hjá Styrk. Við Margrét hittumst á Landspítalanum eftir vakt, fyrir fótboltaæfingu.Margrét, hvernig tilfinning er það að þurfa fljótlega að leggja skóna á hilluna, allavega tímabundið, og færa sig yfir í móðurhlutverkið? „Það er frábær tilfinning. Við erum náttúrulega bara í skýjunum með þetta,“ segir Margrét en von er á barninu í heiminn 14. júní, ári fyrir úrslitakeppni HM í Kanada.Loksins laus við meiðslin Þau Einar hafa verið á Íslandi síðustu mánuði eftir að keppnistímabili sænsku deildarinnar lauk en samningur Margrétar við úrvalsdeildarliðið Kristianstad rann út í lok þessa tímabils. Þrátt fyrir að hafa átt við langvinn meiðsli að stríða síðastliðin fimm ár átti Margrét Lára gott tímabil með Kristianstad og varð fjórði markahæsti leikmaðurinn í sænsku deildinni með 14 mörk. „Það er rosalega gott þegar meiðslin eru hætt að hrjá mann og ég er ótrúlega fegin að þau eru loksins að baki. Það var mjög skrítið að fara úr því að æfa 12 sinnum í viku niður í kannski sex skipti. Það var mjög erfitt en ég finn að mér líður mun betur núna, ég er hvergi bangin.“ Stefnirðu á að spila með landsliðinu, komist það í úrslitakeppnina í Kanada? „Ef allt gengur að óskum þá vonast ég til þess að komast sem fyrst aftur á völlinn. Ég er harðákveðin í því að koma til baka, Ég er loksins laus við þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá mig og hef verið mjög heppin það sem af er meðgöngunni. Ég geri mér grein fyrir því að það ástand varir ekki í sex mánuði í viðbót en ef allt gengur að óskum þá vonast ég til þess að komast sem fyrst á völlinn aftur, vonandi fyrir 2015, Ég verð bara að treysta stelpunum til að koma okkur á HM svo ég geti fengið að spila í Kanada, ég hef líka 100% trú á að þær geri það.“ Margrét stefnir á að halda áfram í atvinnumennsku að barnsburði loknum og segist eiga nóg eftir. „Ég er ennþá bara 27 ára gömul og mér finnst ég eiga nokkur ár eftir. Það er erfitt að skipuleggja framtíðina en draumurinn væri að fara út og halda atvinnumannsferlinum áfram í svona 1-2 ár eftir að krílið kemur í heiminn. Þannig að pabbinn þarf að vera duglegur að passa,“ segir Margrét og hlær við.Margrét Lára er mikil fyrirmynd og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá yngri kynslóðinni.Mynd/Daníel RúnarssonSálfræðin heillar Margrét er með BS-gráðu í sálfræði en námið tók hún samhliða atvinnumennskunni í fjarnámi við HA. Hún stefnir á mastersnám á því sviði. „Ég hefði átt að vera að fara út til Svíþjóðar núna í janúar en vinnuveitendur mínir hjá Kristianstad skilja það að sjálfsögðu að ég verði ekki með á næsta tímabili. Ég ætla nota tímann til að vinna og sækja mér reynslu fyrir mastersnámið í sálfræðinni. Ég er að vinna uppá geðdeild Landspítalans og stefni að því að nota tímann á meðan fótboltinn er ekki númer eitt og fá mér smáreynslu á sviði geðsjúkdóma.“ Af hverju geðsjúkdómar? „Ég fór náttúrulega í sálfræði fyrir þremur árum en reyndar stefni ég að því að læra íþróttasálfræði. Ég hef engan sérstakan áhuga á geðsjúkdómum fram yfir annað, áhugi minn snýr aðallega að íþróttasálfræði. Það er samt rosalega gott að hafa þennan bakgrunn líka þar sem maður veit ekki hvort maður getur unnið fullt starf sem íþróttasálfræðingur eða hvort maður þarf að vinna á stofnun með því. Það sem vakti áhuga minn á íþróttasálfræði er það hvað hugurinn skiptir miklu máli. Ég er búin að vera í erfiðum meiðslum í mörg ár og þó ég hafi unnið marga titla og unnið mikið af persónulegum sigrum þá hef ég upplifað mjög erfið tímabil, það getur verið svolítið keðjuverkandi. Íþróttasálfræði fór að toga í mig eftir að ég meiddist og lenti í erfiðleikum varðandi íþróttina. Þá sá ég hvað það skiptir miklu máli að halda hausnum í gegnum allt ferlið, það er svo mikilvægt að missa ekki hausinn þó illa gangi.“ Margrét hóf störf á geðsviði Landspítalans nú í haust, Hvernig var að koma þangað? „Þegar ég byrjaði að vinna hérna fyrst var ég ekki með neitt merki, ég var bara eins og hver annar sjúklingur hérna inni. Það voru mjög skemmtilegar vikur hérna fyrst þar sem fólk var mikið að rugla mér saman við sjúklinga og fólk sem kannaðist við mig og vissi ekki alveg hvaðan, hvort það var af Vogi eða öðrum meðferðarstofnunum eða úr fótbolta. Ég held að flestir starfsmenn byggingarinnar séu samt farnir viðurkenna mig sem starfsmann núna,“ segir Margrét og hlær.Einar Örn, unnusti Margrétar, starfar sem sjúkraþjálfari í Styrk, Höfðabakka.Mynd/Daníel Faðirinn líka íþróttamaður Einar, unnusti Margrétar, vill helst ekki hafa sig í frammi en féllst þó á að spjalla stuttlega við blaðamann eftir nokkrar málamiðlanir. Einar er sjálfur handboltamaður, spilaði bæði með Val og IFK Kristianstad auk þess sem hann er nú útskrifaður sjúkraþjálfari og starfar sem slíkur. Nú hafið þið Margrét verið saman í næstum sex ár, hvernig byrjaði þetta allt saman? „Við sáumst fyrst á handboltaleik hjá Val en fyrir það höfðum við aldrei séð hvort annað. Svo kynntumst við í gegnum landsliðskonuna Ástu Árnadóttur sem var með mér í sjúkraþjálfuninni. Síðan þróaðist þetta hægt og rólega og ári áður en hún fór út til Potsdam vorum við byrjuð saman.“ Hvernig hefur fjarbúðin gengið síðan? Þetta hlýtur að hafa verið flókið. „Jú, jú, ég neita því ekki. Ég bjó reyndar úti í Kristianstad í sex mánuði hjá Margréti árið 2010 þegar ég spilaði með IFK Kristianstad. Þar fyrir utan höfum við verið sitt í hvoru lagi og bara reynt að eyða sumrinu og fríunum sem mest saman.“ Kom aldrei til greina að þú bara flyttir út til hennar eða hún jafnvel heim til Íslands? „Í rauninni ekki, við vildum bara leyfa hvort öðru að njóta sín í sínu. Ég var náttúrulega að klára nám og spila handbolta hérna heima meðan hún vildi ná árangri í fótbolta þannig að við vildum ekki vera að taka hvort frá öðru. Auðvitað var það stundum leiðinlegt, eðlilega, að geta ekki verið meira saman á þessum tíma. En nú verður breyting til batnaðar, við eigum íbúð hér í bænum þar sem við búum núna þannig að nú fáum við góðan tíma saman,“ segir Einar. Margrét meiddist og átti við erfið aftanlærismeiðsli að stríða í fimm ár, tókst þú mikið eftir því hvað meiðslin tóku á hana? „Þetta var auðvitað erfitt fyrir hana. Ég held samt að margir hefðu verið löngu búnir að gefast upp, hún er ótrúlega sterkur karakter og lætur ekki margt hafa áhrif á sig. En auðvitað, eins og hjá öllum, þá gengur þetta upp og niður en heilt yfir þá tók hún þessu af mikilli yfirvegun. Það er ekki eins og það séu gríðarlegar peningaupphæðir sem drifu hana áfram til að koma sér úr meiðslum.“Ódrepandi áhugi Margrét er markahæsti landsliðsmaður íslands frá upphafi, myndirðu segja að hún sé meðvituð um orðspor sitt í fótboltanum? „Hún hefur náttúrulega ódrepandi áhuga á fótbolta og er mjög metnaðarfull. Margir með hennar orðspor væru ekki svona jarðbundnir en hún er mjög jarðbundin. Meðan aðrir með hennar hæfileika myndu kannski setjast niður og hugsa hvað þeir eru góðir, þá hugsar Margrét hvað hún geti gert til þess að ná lengra.“ Heldur þú að sálfræðin eigi vel við Margréti? Já, það held ég, sérstaklega íþróttasálfræði miðað við reynslu hennar og bakgrunn. Hún getur miðlað ótrúlegri reynslu til annarra íþróttamanna og ég held að hún muni standa sig frábærlega í því eins og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Einar.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/Vilhelm Siggi Raggi var eins og klettur Margrét Lára spilaði undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í 66 landsleikjum. Nú er Sigurður hættur að þjálfa liðið en undir lokinn var staða hans umdeild af einhverjum leikmönnum. Hvernig var samstarf ykkar Sigurðar? „Siggi Raggi gerði ótrúlega marga góða hluti fyrir mig persónulega og fyrir íslenska kvennalandsliðið. Ég á Sigga Ragga allt gott að þakka, Hann stóð með mér eins og klettur í gegnum mín erfiðu meiðsli og hjálpaði mér mjög mikið oft og tíðum en lengst af hans þjálfaraferli var ég meidd. Siggi kom liðinu á stall sem það hefur aldrei verið á áður en ég held að það skipti engu máli hversu góður þjálfari þú ert, þegar þú ert búinn að þjálfa lið í sjö ár þá verður til smá þreyta á báða bóga. Ég held að það hafi verið fín tímasetning hjá honum að stíga til hliðar og fá nýjan mann inn.“Breyttir tímar í kvennaknattspyrnunni Margrét segir að áður fyrr hafi afrekskonur nánast undantekningalaust hætt eftir barnsburð. Hún segir landslagið í dag hins vegar vera breytt. „Þetta var þannig að margar hættu bara við 20-25 ára aldur og þurftu bara að fara að sinna heimili og börnum. Við erum náttúrulega farnar að geta verið atvinnumenn í þessu sem gerir okkur kleift að koma til baka. Þegar maður er atvinnumaður að æfa tvisvar á dag þá er auðvitað tími á milli æfinga til að sinna fjölskyldu. Ég held að umhverfið sé það sem hafi mest áhrif, það gerir konum kleift að stunda íþróttina og eiga fjölskyldu því þetta elur sig ekki upp sjálft,“ segir Margrét. Aðspurð um hvort barnið verði Eyjapeyi eða Eyjapæja svöruðu bæði að það skipti engu máli og Margrét bætti við að það yrði bara að koma í ljós. „En Eyjamaður verður barnið, það er klárt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira