Nýtt íslenskt dagatal Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. desember 2013 15:30 Guðrún Valdimarsdóttir hannaði dagatal fyrir árið 2014 sem skorið er út úr pappa. Mynd/gva Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast. HönnunarMars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast.
HönnunarMars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira