Handbolti

Íslensk félagslið lágt skrifuð í Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fram er ríkjandi Íslandsmeistari karla í handbolta.
Fram er ríkjandi Íslandsmeistari karla í handbolta. Mynd/Valli
Samkvæmt styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu er íslensk deildakeppni í handbolta meðal þeirra lægst skrifuðu í Evrópu. Ísland er í 33. sæti styrkleikalistans.

Íslensk lið falla um fjögur sæti frá síðasta ári og missa þar með lið frá Belgíu, Tékklandi, Kýpur og Eistlandi fyrir ofan sig.

Ísland fær ekki sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabil, líkt og tilfellið var í ár. Ísland fær eitt sæti í EHF-keppninni en þrjú í Áskorendakeppni Evrópu. Ísland hefur þó ekki tekið þátt í þeirri keppni undanfarin ár.

Þýskaland er langefst á listanum en Spánn er í öðru sæti. Frakkland, Danmörk, Slóvenía, Ungverjaland og Rússland koma svo næst. Meðal annarra þjóða má nefna að Svíþjóð er í tólfta sæti og Noregur því átjánda. Austurríska deildin er svo í 25. sæti.

Úthlutun á sætum í Meistaradeild Evrópu breytist mikið frá og með næsta tímabili. Bestu deildir Evrópu fá nú aðeins tvö sæti hvert en hingað til hafa þau átt kost á að senda þrjú lið í Meistaradeildina.

Þýskaland og Spánn fá tvö sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en löndin í 3.-27. sæti listans eitt hvert.

Staða Íslands á listanum undanfarin ár:

2014-15 33.

2013-14 29.

2012-13 21.

2011-12 20.

2010-11 19.

2009-10 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×