Volvo XC Coupe opinberaður Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 13:15 Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent