Volkswagen sló við GM í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 10:15 Volkswagen seldi flesta bíla erlendra bílaframleiðenda í Kína í fyrra. Volkswagen velti GM af stalli sem stærsti erlendi bílasalinn á stærsta bílamarkaði heims í Kína. General Motors hafði haft þann titil í 8 ár samfellt. Í þriðja sæti kom Nissan og í því fjórða Hyundai. Ford velti Toyota úr fimmta sætinu, reyndar með afar litlum mun því Ford seldi 934 þúsund bíla en Toyota 918 þúsund bíla. Ford ætlar að tvöfalda framleiðslu sína á næstu árum og fjárfesta fyrir 570 milljarða króna til að svo geti orðið. Sala Toyota þjáðist mjög af milliríkjadeilu Kína og Japans og þess vegna sniðgengu margir kínverskir bílakaupendur bíla frá Toyota á síðasta ári. Þó gætti áhrifa þessa meira á árinu 2012 og virðast áhrifin í rénun. Ekki átti Honda eins bágt og Toyota því sala þess jókst um 26% á liðnu ári og heil 60% í desember. Sala Honda nam 757 þúsund bílum. Búist er við áframhaldandi aukningu bílasölu í Kína í ár og að hún fari vel yfir 20 milljón bíla markið. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent
Volkswagen velti GM af stalli sem stærsti erlendi bílasalinn á stærsta bílamarkaði heims í Kína. General Motors hafði haft þann titil í 8 ár samfellt. Í þriðja sæti kom Nissan og í því fjórða Hyundai. Ford velti Toyota úr fimmta sætinu, reyndar með afar litlum mun því Ford seldi 934 þúsund bíla en Toyota 918 þúsund bíla. Ford ætlar að tvöfalda framleiðslu sína á næstu árum og fjárfesta fyrir 570 milljarða króna til að svo geti orðið. Sala Toyota þjáðist mjög af milliríkjadeilu Kína og Japans og þess vegna sniðgengu margir kínverskir bílakaupendur bíla frá Toyota á síðasta ári. Þó gætti áhrifa þessa meira á árinu 2012 og virðast áhrifin í rénun. Ekki átti Honda eins bágt og Toyota því sala þess jókst um 26% á liðnu ári og heil 60% í desember. Sala Honda nam 757 þúsund bílum. Búist er við áframhaldandi aukningu bílasölu í Kína í ár og að hún fari vel yfir 20 milljón bíla markið.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent