Enski boltinn

Adebayor leikfær - verður með á móti Arsenal á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Mynd/NordicPhotos/Getty
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, hefur verið óstöðvandi síðan að Tim Sherwood settist í stjórastólinn hjá Tottenham og Tottenham-menn geta nú glaðst yfir því að Adebayor er leikfær fyrir bikarleikinn á móti Arsenal á morgun.

Adebayor skoraði í 2-1 sigri á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Nýársdag en yfirgaf leikinn á börum í seinni hálfleiknum.

Tim Sherwood kom með gleðifréttir blaðamannafund í dag þar sem hann tilkynnti um það að Tógó-maðurinn sé leikfær á morgun. Adebayor hefur skorað í 4 mörk í 4 leikjum undir stjórn Sherwood.

„Þetta leit ekki vel út þegar hann lá þarna á börunum en hann er stríðsmaður. Hann var með krampa í öllum skrokknum og átti mjög erfitt. Það er aftur á móti allt í fínu lagi núna," sagði Tim Sherwood.

„Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hann geti spilað þennan leik. Ég er viss um að Arsene Wenger og Arsenal-mennirnir voru fegnir þegar þeir sáu að Adebayor var borinn útaf á Old Trafford. Þeir þurfa hinsvegar að sætta sig við að sjá hann labba inn á völlinn á móti þeim á morgun," sagði Sherwood.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×