Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Rúben Amorim var tolleraður eftir leikinn í gær þar sem Sporting vann 4-1 stórsigur á Englandsmeisturum Manchester City. Getty/Gualter Fatia Rúben Amorim er að koma á Old Trafford og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Manchester United séu orðnir spenntir. Ekki síst eftir gærkvöldið þegar Portúgalinn stýrði Sporting Lissabon til 4-1 sigurs á nágrönnunum í Manchester City í Meistaradeildinni. Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira