Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Bernardo Silva ræðir málin við knattspyrnustjórann Pep Guardiola í leiknum í Lissabon í gærkvöldi. Getty/Gualter Fatia Manchester City tapaði ekki aðeins þriðja leik sínum í röð í gærkvöldi heldur steinlá liðið 4-1 á móti portúgalska liðinu Sporting CP frá Lissabon. Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United Sjá meira
Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United Sjá meira